miðvikudagur, desember 21, 2005
Mikið óx álit mitt á þessum þrem leikkonum við að lesa þetta.
sunnudagur, desember 18, 2005
Ætli maður verði að telja jólagjafirnar fram til skatts? Hvar endar græðgi skattmanns? Hvenær í ósköpunum ætlar skattmann að skilja það að við eigum laun okkar og gjafir sjálf fyrst, ekki skattmann.
Nú eru stéttafélögin að íhuga að hætta að styrkja fólk til íþrótta, þökk sé fégræðgi og yfirgangs skattmanns. Ég vona að hann fái reglulega hiksta á 10,5 á Richter.
miðvikudagur, desember 14, 2005
þriðjudagur, desember 13, 2005
Öll gögn voru að sjálfsögðu óendurheimtanleg af diskinum og farinn til binary himna. Þá er gott, og sá er siður, að eiga HELVÍTIS BACKUP AF ÖLLU DRASLINU!!!! ... sem ég átti að sjálfsögðu ;)
laugardagur, desember 10, 2005
Barnalegi borgarstjórinn
Stéttarfélög eru nefnilega eins og lítil börn á leikskóla stundum að einu leyti (nema hvað ekki alveg jafn yndisleg). Ef einn fær þá vilja allir líka. Ef eitt stéttarfélag fær háa launahækkun þá vilja hin það líka. Skiptir þá engu um hvaða ástæður liggja þar að baki. Þess vegna eru “leiðréttingar á kjörum” svona erfiðar.
Borgin gerði örlátan samning við starfsmenn sína. Núna kemur hvert stéttafélagið á fætur öðru og vill endurskoðun kjarasamninga. Leikskólakennarar (KÍ), starfsmenn Hafnafjarðarbæjar. Fleiri munu koma. Þessu vöruðu Samtök Atvinnulífsins við og bæjarstjóri Kópavogs. Og Steinunn er hissa og fúl? Og gengur út af fundi í fússi? Vááááá!
Ef Steinunn var með svona háleit markmið handa kvennastéttum og láglaunastéttum þá er það fínt og virðingarvert. En slík stökk eru betur tekin í nokkrum skrefum en í einu stóru. Annað er óþoskaður barnaskapur. Kennarar fengu að finna fyrir því í síðustu kjarasamningum þegar þeir vildu fá "leiðréttingu" sína.
Segjum sem svo að leikskólakennarar fái “leiðréttingu” á sínum kjörum í samræmi við það sem ófaglærðir starfsmenn leikskólanna fengu núna. Heldur Steinunn að önnur aðildafélög kennara í KÍ muni ekki krefjast álíka “leiðréttingar” í næstu kjarasamningum kennara? Góðir landsmenn: Ég spái “leiðréttingarkennaraverkfalli” þegar samningar KÍ renna út. Þökk sé að hluta R-listanum.
þriðjudagur, desember 06, 2005
Í kjólinn fyrir jólin.
Þessi kúr er alger snilld. Maður borðar vel, bara minna og betur en maður gerði. Og árangurinn skilar sér strax.
Reyndar var smá setback um daginn. Við Elsa fórum í jólahlaðborð Upplýsinga- og tæknisviðs KB banka (þar sem ég vinn) og ég missti mig alveg, maturinn var svoooooo góður. Dádýrakjötið (mamma hans Bamba) var þó best. Alger snilld. En afleiðingin var þó sú að ég fór aftur á byrjunarreit, eða jók þyngd mína um 1,5 kg.
Það eina við þennan kúr sem ég fíla ekki er að maður getur ekki leyft sér að borða mikið eins og maður gerði. Ég hef lengi verið kallaður ruslafatan, því í stað þess að sjá fram á að þurfa að henda leifunum þá hef ég klárað allan mat. Rosa duglegur að borða. Þetta var í lagi þegar ég var tvítugur og svo þegar ég var í frönsku Útlendingaherdeildinni (og tvö ár eftir það) því þá var maður að hreyfa sig svo mikið. Hlaupa, klífa fjöll, armbeygjur og annað sem brennir kaloríur. En svo eignast maður unnustu og börn með henni, fer í háskóla ofan í allt saman og hefur ekki lengur mikinn tíma til að hreyfa sig. Þá fer fitupúkinn að núa saman höndunum og setur nokkur kíló á mann í formi fitu. Og burt fara kíló í formi vöðva. Þannig er nú það.
En nú er það að verða búið. Danmörk hefur fundið upp aðferð til að svæla út þennan fitupúka og ég nýt góðs af því.
Annars bendi ég bara á hana Sigrúnu Þöll ef menn/konur vilja kynna sér þetta danska megrunartól betur.
sunnudagur, desember 04, 2005
Sarah Reinertsen hetja
Ég dáist mikið af fólki sem yfirstígur risastórar hindranir, stígur fram af ákveðni og einurð og afrekar eitthvað sem gerir það að hetjum. Alvöru hetjum, ekki svona feel-good titill eins og að allir sem taka þátt í Reykjarvíkurmaraþoni fá verðlaunapening.
Ein af þessum manneskjum er Sara Reinertsen. Hún missti sjö ára annann fótlegginn fyrir ofan hné en var um daginn að koma í mark í Ironman Kona (Hawai) keppninni. Fyrsta konan sem afrekar það.
Ég veit ekki hvort allir átta sig á því afreki sem það er, útaf fyrir sig, að ljúka slíkri keppni. Það er byrjað á því að synda 7 km, síðan hjólað 180 km og síðast hlaupið heilt maraþon. Allt án þess að stoppa á milli (nema til að skipta um föt og búnað). Þetta er gífurleg þraut, andleg og líkamleg, og Sarah var fyrsta konan með gerfilim til að ljúka keppni. Það hefur einn maður einnig lokið keppni, það var fyrir 20 árum.
Sarah er núna komin á hetjulistann minn ásamt Emil Zapotek, Rósu Parks, Alvin York, Lance Armstrong og Joe Simpson.
laugardagur, desember 03, 2005
Lúsifer er hinn vondi. En hann var einu sinni engill. Var með kjaft við Guð og féll af himnum niður til heljar og hefur ríkt þar æ síðan. Ég var að velta því fyrir mér hvort að hægt sé að búa til teiknimynd um þá sögu?
föstudagur, desember 02, 2005
fimmtudagur, desember 01, 2005
Sko, þetta segir bara eitt. Fólk KÝS að nota bílinn frekar en strætó. Þetta kallar á uppbyggingu samgöngumannvirkja í Reykjavík og nágrennis. Annað, fólk KÝS að búa í sérbýli ef það getur (par-, rað- og einbýli). Þetta kallar á auknar lóðaúthlutanir fyrir einbýlishús.
Ég veit að við Sjálfstæðismenn komumst loks til valda í næstu kosningum og þá fara þessi mál að komast í rétt horf. Loksins.
mánudagur, nóvember 28, 2005
Einhvern veginn finnst manni að tíminn líði allt of hratt og að börnin stækki of fljót. En það er kannski eigingirni í mér, þau verða jú að stækka og þroskast, þessar elskur.
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Umskorin typpi og pokabrjóst
Ég var að velta því fyrir mér hvort að ekki væri hægt að snúa þessu við á þær stöllur. Segjum sem svo að brjóstin á Charlotte væru farin að pokast aðeins. Síga aðeins. Myndi henni þykja það smart ef nýr kærastinn myndi segja "þetta er í fyrsta skipti sem ég er með stelpu sem er ekki með stinn brjóst" og svo færi hann að ræða brjóstin hennar við félagana? Kannski væri nú einn eðlilegur í þeim hóp sem þætti það bara flott að vera með brjóst au naturelle. Svo er það nú efni í nýtt póst hvort að það sé ekki argasti dónaskapur að ræða typpi/brjóst kærastans/unar við vini sína.
Myndi Charlotte svo á endanum láta setja sílicon í brjóstin á sér til að þóknast kærastanum? Myndi það vera flott innslag í þessa þætti, flott skilaboð til kvenna? Held ekki. Mig grunar nú að þá myndi heyrast hljóð úr horni um staðalímyndir, lélega fyrirmynd og röng skilaboð til kvenna og stúlkna. Og ég myndi sjálfur taka hástöfum undir það. Öskra mig hásann.
Hvað er ég að reyna að segja með þessu? Ég er að reyna að segja að mér finnst fáránlegt að það virðist vera í lagi, í vinsælum bandarískum þætti, að ætlast til þess að typpi séu tálguð til að falla að fegurðarskyni kvenna. Typpi eru frábær tól, umskorin eður ei.
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Byggðastofnun vonandi öll
Nú er svo komið að Byggðastofnun hefur tapað svo miklu fé að undanförnu að lánsbært fé er komið undir 8% og Byggðastofnun getur ekki "lánað" lengur. Það er gott og ég vona svo sannarlega að þetta verði banabiti þessarar stofnunnar sem oftar en ekki hefur verið notuð í að ausa fé í verkefni flokksfélaga og kunningja þeirra fyrirgreiðslupólitíkusa sem hafa verið í forsvari stofnunnarinnar þá stundina.
Adieu à jamais, Byggðastofnun!
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Þar fór Áramótaskaupið
Frétt mbl.is
Sjónvarp | Áramótaskaup Sjónvarpsins: Þrjár konur við stjórnvölinn
Áramótaskaup Sjónvarpsins er orðið jafn órjúfanlegur þáttur jólahátíðar landsmanna og kerti og spil. Jafnan hvílir mikil leynd yfir efnistökum Skaupsins en nú er komið í ljós hverjir, eða réttara sagt hverjar, skrifa og leikstýra verkinu í ár. Það er þær Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Kristín Pálsdóttir sem þessa dagana horfa á atburði liðins árs með spéspegli og rita handrit að Skaupinu. Þær munu jafnframt koma til með að skipta leikstjórninni á milli sín en Edda sér þó um stærstan hluta þess verkefnis, að sögn Rúnars Gunnarssonar, deildarstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjónvarpinu.
Að sögn Rúnars eru upptökur þegar hafnar á Skaupinu og má búast við að þar verði saman komnir helstu gamanleikarar þjóðarinnar.
Edda Björgvins, Helga Braga Djísus kærst. Þar fór áramótaskaupið til fjandans. Edda er einhver sú ófyndnasta manneskja á Íslandi, Helga Braga löngu þreytt og leiðinleg, eini vonarneystinn er Kristín Pálsdóttir því ég veit ekki hver hún er og því er kannski séns að einhvert húmorgen sé ennþá lifandi í henni.Af hverju ekki að virkja Baggalút? Þar eru menn sem sjá allar fjórar víddirnar á málefnunum.
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
"Þingmaður kærir dreifingu klámmyndar af sér
Það hefur heldur betur færst fjör í leikinn í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í Danmörku í dag. Þingmaður Þjóðarflokksins, Louise Frevert sem býður sig fram til borgarstjóraembættis í Kaupmannahöfn, hefur kært til lögreglu dreyfingu plakata sem sýnir grófa klámmynd af henni. Frevert segist ekki hafa hugmynd um hver stendur að baki dreyfingunni en myndin er 30 ára gömul. Hún er að vonum bálreið vegna plakatanna enda verða þau henni varla til framdráttar í kosningunum."
Ég er að spá, hvað er málið? Mig grunar að hún sé foj út af höfundarréttinum. Ekki er hún að fá krónu vegna birtingar á þessum myndum. Ekki krónu.
Hvað ætli Smáís myndi segja við svona löguðu?
sunnudagur, nóvember 13, 2005
Starfsdagur KB banka færir manni hetjur
Joe Simpson kom á sviðið. Og ég bara gapti af undrun. Joe þessi er maðurinn sem myndin "Touching the Void" fjallar um. Maður sem fótbrotnaði á einum af hæstu tindum heims, var talinn vera látinn af félaga sínum, og skreið svo til base camt með fótinn brotinn, barðist við gífurlegan sársauka, ofþornun, kulda, þreytu og allt.
Ég á mér nokkrar hetjur. Emil Zapotek, Rósu Parks, Alvin York, Lance Armstrong og Joe Simpson. Þegar einn af þeim birtist fyrir framan mann og heldur ræðu um afrek sitt þá einhvern veginn verður maður alveg bit. Orðlaus. Trúir þessu varla. En þarna var hann kominn og hélt snilldarræðu. Það hjálpaði að hafa séð myndina sem er raunveruleg endursögn af því sem gerðist, engu sleppt og engu bætti við.
Þegar hann hafði lokið máli sínu þá var að sjálfsögðu klappað. Ég var fyrstur í salnum til að standa upp, með liðsinni Sigurgeirs. Var búinn að ákveða að gera þetta því síðan myndi salurinn fylgja með. Sem hann og gerði. :)
föstudagur, nóvember 11, 2005
Hæstiréttur skítur upp á bak
Í dómsorði segir " Ákærði og lögreglumanni sem með honum var í lögreglubifreiðinni hafði tvívegis borist tilkynning um hraðakstur hans auk þess sem þau höfðu sjálf með radar mælt hraða bifhjólsins á Norðurströnd á Seltjarnarnesi og reyndist hann þá að teknu tilliti til vikmarka hafa verið 129 km/klst. Í framhaldi þess leituðu þau ákærða í nágrenninu."
S.s. Hæstiréttur gefur sér það að hjólarinn sé sá sem löggan mældi á of miklum hraða. En málið er að hjólarinn var sýknaður af því. Og í viðbót var annar maður búinn að hljóta refsingu fyrir það brot. Þetta er eins og ef ég væri kærður fyrir að lemja Jón Jónsson, sýknaður af því og annar dæmdur fyrir árásina en svo væri það notað gegn mér í Hæstarétti að ég hefði lamið Jón!!!! What?
Annað er þarna inni sem er furðulegt. Það var búið að sanna það að lögreglan hefði EKKI verið með ljósin kveikt (sanna með skráningu úr Tetra kerfinu á ferðum og aðgerðum lögreglubíla) og að ökumaðurinn hefði EKKI misst stjórn á hjólinu, dottið og hjólið hefði farið á löggubílinn, heldur að hjólinu hefði verið ekið BEINT á lögreglubílinn. En nei, Hæstiréttur tekur EKKI mark á fjöldamörgum físískum sönnunargögnum sem og mati sérfræðings heldur hlustar bara á orð löggunar um að hjólarinn hefði misst stjórn á hjólinu fyrir áreksturinn.
Þessi dómur segir bara eitt. Ef það á að refsa lögregluþjóni fyrir stórhættulegar aðgerðir sem geta leitt til dauða saklausra borgara sem lögguna "grunar" um eitt og annað þá þurfa allir hæstaréttardómarar að verða vitnið að brotinu, í sló mósjon, sem og brotið tekið upp á video af fjölmargra manna. Minna dugar greinilega ekki til til að lögreglumenn verði látnir bera fulla ábyrgð á stórhættulegum líkamsárásum gegn borgurum landsins.
Mér er alveg sama hvað hver segir, hæstaréttardómarar geta líka verið fífl og hálfvitar.
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Blast from the Past
Við spjölluðum um liðin afrek og liðna tíma, um gamla félaga og hvað þeir væru að gera núna. Það eru fimm og hálft ár síðan ég hætti í deildinni, eftir 5 1/2 árs þjónustu, og var forvitinn um hvað gömlu félagarnir væru að gera.
Þeir voru flestir orðnir yfirmenn af einhverri sort, sem er gott. Einn er látinn, fékk beinsjúkdóm í Afríku, nokkrir voru hættir í deildinni eins og ég, sumri voru enn að hlaupa á sig í vitleysu, einn er orðinn atvinnu fjallaklifrari og er í S-Ameríku núna, allir hafa verið í einhvers konar action. Þessi heimsókn rifjaði upp gamla tíma og það var virkilega gaman að fá hann Dan í heimsókn.
Við skiptumst á heimilisföngum og email addressum og hann mun koma mér í samband við gamla félaga úti í gegnum email. Ég hef einsett mér að vera duglegri að halda sambandi við þessa gömlu félaga mína sem ég deildi með bestu árum æfi minnar.
sunnudagur, nóvember 06, 2005
Anti-spam birting á netföngum
Ég hef verið að velta því fyrir mér í nokkurn tíma hvernig hægt er að birta netfang á opinni vefsíðu án þess að vera að drukkna í spami daginn eftir. Ég fékk nasasjón af því hvernig væri hægt að leysa þetta í lokaverkefni mínu í Háskólanum í Reykjavík núna í vor en komst aldrei í að setjast niður og skrifa þetta.
Sem er skrítið, það tók mig svona hálftíma að skrifa þetta í VBScript og Javascript.
Trikkið er að skrifa allt afturábak. Spam “glæpamenn” nota leitarvélar til að skríða um netið og safna netföngum. Leitarvélarnar lesa allann texta í vefsíðum og þegar þær koma að netföngum eru þau skráð. Þá er bara um eitt að ræða til að plata þessar leitarvélar og það er að skrifa út netföngin þannig að leitarvélarnar annað hvort skilja það ekki eða skrá það vitlaust. Og ég ákvað að fara þá leið að skrifa allt afturábak. S.s. sigurjon hja sigurjon . net yrði ten.nojrugis@nojrugis.
Forritunin skiptist í tvennt. Annars vegar verður að skrifa strenginn afturábak í vefsíðuna og krækjan verður líka að innihalda netfangið á afturábak.
Netfangið er skrifað rétt í grunn, s.s. ekki aftur á bak. En þegar það er skrifað út í birtingu er því snúið við í VBScript með StrReverse fallinu. CSS sér um að birta strenginn “rétt” og svo er Javascript fall í krækjunni sem sér til þess netfangið virki sem góð og gild mailto krækja þegar smellt er á hana.
Kóðinn fyrir Javascriptið er:
function reverseString(input) {
var output = '';
for (i = 0; i <= input.length; i++) {
output = input.charAt (i) + output
}
location.replace("mailto:"+output);
}
CSS klasinn sem birtir öfugan streng rétt er svona:
.reverse { unicode-bidi:bidi-override; direction: rtl; }
Það var hann Bjössi hjá Öðru Veldi sem benti mér á þetta og á hann heiðurinn að þessu.
Krækjan er svo skrifuð:
<a href="javascript:reverseString(' ten.nojrugis@nojrugis ');" class="reverse"> ten.nojrugis@nojrugis</a>
Það má sjá þennan kóða í action neðst á hinni vefsíðunni minni, í fætinum.
1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson með 6.424 atkvæði í 1. sæti.
2. Hanna Birna Kristjánsdóttir með 6.392 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. Gísli Marteinn Baldursson með 6.694 atkvæði í 1.-3. sæti.
4. Kjartan Magnússon með 6.264 atkvæði í 1.-4. sæti.
5. Júlíus Vífill Ingvarsson með 5.943 atkvæði í 1.-5. sæti.
6. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir með 6.629 atkvæði í 1.-6. sæti.
7. Jórunn Frímannsdóttir með 6.422 atkvæði í 1.-7. sæti.
8. Sif Sigfúsdóttir með 5.723 atkvæði í 1.-8. sæti.
9. Bolli Thoroddsen með 6.100 atkvæði í 1.-9. sæti.
10. Marta Guðjónsdóttir með 5.327 atkvæði í 1.-9. sæti.
Ég kaus í gær, í fyrsta skipti sem ég tek þátt í prófkjöri. Gerði það í og með til að styðja Eggert Pál, vinnufélaga minn, sem komst svo ekki á topp 15 listann. Synd.
Það er gaman að sjá hvað konur eru að koma sterkar inn. Koma sterkar inn á eigin forsendum meðal jafningja. Það þarf ekki gerræðislegar sérforsjárhyggjuaðgerðir á borð við fléttulista og kynjakvóta innan Sjálfstæðisflokksins. Reyndar er það ekki undarlegt, flokkurinn er málsvari einstaklinsins og einkaframtaksins. Að njóta þess að vera metinn eftir eigin ágæti en ekki kyni. Þannig að það kemur ekki til greina annað en að fólk komist til metorða á eigin ágæti en ekki kyni.
Hanna Birna og Tobba (Þorbjörg Helga) styrktu stöð sína. Kjartan einnig. Ég vona bara að ósigur Gísla letji hann ekki til afreka. Hann er efnilegur en kannski óþroskaður, þarf meiri tíma. Sjáum til hvað verður.
laugardagur, nóvember 05, 2005
Svo fór ég og greiddi atkvæði í dag hér í Grafarvoginum. Jibbí. Ég sagði mömmu frá þessu og hún var nú ekki að hoppa hæð sína af hrifningu yfir þessu hjá mér. Pabbi á eftir að verða fúll út í mig yfir þessu líka. Sjáum til hvað það verður lengi.
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
mánudagur, október 31, 2005
Þegar konur missa sig í jafnréttisbaráttunni
En svo ætlaði stjórnandinn að skipta yfir í eitthvað annað mál, Sólvang í Hafnarfirði. S.s. málefni aldraðra. Og ég spennti eyrun, eitthvað nýtt. En nei, þær stöllur voru sko ekkert á því að fara að tala um aldraða. Þórhildur sletti því fram að þar væri hallað á konur líka enda lifðu þær lengur en karlmenn. Og Gerður Kristný kom með það að konur væru mikið í umönnunarstörfum. S.s. þær sjá ekkert nema bleikt þessar stöllur, sjá ekki Sólvang sem dæmi um vandamála eldri borgara heldur bara vandamál kvenna á Sólvangi. Sáu bara og einungis kvennójafnréttisflötinn á málefnum aldraðra. Vá.
Jafnvel þegar umræðan snýst að öðru þá halda þær sér fast við hvað konur eiga erfitt og finna þann flöt á hvaða málefni sem er. Ætli þær eigi syni þessar konur?
GET A FUCKING LIFE segi ég bara. Talandi um að vera fastur í sama hjólfarinu...
Svo er annað varðandi þessar eilífu kröfur um að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og eilíar tölfræðivangaveltur um hlutfall kvenna sem stjórnendur hér og þar. Að hvaða leiti mun það bæta kjör kvenna í kvennastéttum svokölluðum að fjölga konum í stjórnum? Að hvaða leiti mun það útrýma launamuninum að örfáar konur komist í stjórn?
þriðjudagur, október 25, 2005
Blessuð sé minning hennar og megi hún vera okkur sem fyrirmynd í baráttu gegn órétti, hvaða mynd sem hann tekur.
miðvikudagur, október 19, 2005
Sigurjon.net komið í loftið
Ég er nú þegar búinn að setja inn fimm greinar um tölvunarfræði, tölvuöryggi to be specific, á þennan vef. Fleiri greinasöfn sem ég hef skrifað (og ég kem til með að skrifa) verða svo væntanleg þarna inn innan skamms.
Skæruliði Hermannsson
Samt eltir maður hann út um allt og segir NEI þegar hann nálgast brothætta hluti eða slíkt, eins og hann hlusti eitthvað á mann frekar en vanalega. Maður lifir þó alltaf í voninni að drengurinn hætti að terrorisa foreldra sína og gerist þægt og hljótt barn eins og eldri systir hans var á þessum aldri. En það er bara ekki að gerast.
Sem er gott. Gaman að svona virkum börnum.
sunnudagur, október 09, 2005
Karlaveldi í Vísindakirkjunni
Ok, það er þrennt sem ég hef um þetta að segja.
A. Þessi kirkja er greinilega byggð á karlaveldi. Túlkanir konu, sem hefur fætt barn, myndu ekki vera svona.
B. Það þyrfti að finna þessa kóna sem komu með þessar reglur og setja melónu upp í rassgatið á þeim. Og á sama tíma banna þeim að öskra.
C. Ætli þessi blessaða Vísindakirkja hafi einhverja skoðun á keisaraskurði eða öðrum inngripum sem geta skipt sköpum í fæðingu barna?
Katie Holmes er núna ófrísk af sínu fyrsta barni sem þau Tom eiga von á. Fyrsta barn er yfirleitt erfið fæðing, í það minnsta erfiðari en næsstu börn. Fæðingin getur dregist á langinn, getur hæglega tekið á annann sólahring. Þannig að þessar reglur Vísindakirkjunnar eiga eftir að vera henni hugleiknar í þjáningunni sem hún á eftir að finna fyrir. Ég allavega óska þeim, þá sérstaklega henni, velfarnaðar og alls hins besta.
Þessar skoðanir eru föðurs tveggja barna sem var viðstaddur fæðingu beggja.
sunnudagur, október 02, 2005
Til hamingju með afmælið Elsa mín
Hún á afmæl'í dag,
hún á afmæl'í dag,
hún á afmæl'ún Elsaaaaaa,
hún á afmæl'í dag,
Veeeeeiiiiiiiii (klapp, klapp)
mánudagur, september 26, 2005
Var klukkaður
Eftir gífurlega samviskuskoðun hef ég ákveðið að taka ekki þátt. Í fyrsta lagi eru engar upplýsingar um mig tilgangslausar. Engar. Í öðru lagi er veldisvöxtur á svona leik. Þannig að ef ég klukka fjóra núna, og þeir klukka allir fjóra til viðbótar þá er ég búinn að pirra tuttugu (20) manns, fjóra sem ég klukkaði + 16 sem þeir klukka svo.
Þannig að ég vona að JónGroup og Drekinn frá Oz fyrirgefi mér það þó ég svíki lit og ákveði að taka ekki þátt.
fimmtudagur, september 22, 2005
Minningarorð um Kristján afa
Ég á eftir að sakna Kristjáns afa mikið. Þegar maður hefur notið samfylgdar slíks öðlings sem Kristján var verður eftir tómarúm þegar hann fer sem aldrei verður fyllt. Ég vona því að ég hitti fleira fólk eins og hann Kristján afa á lífsleiðinni því það gerir heiminn að fallegri stað og betri.
Guð blessi hann Kistján afa og varðveiti.
Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhvers staðar.
(Halldór Laxness, Atómstöðin).
þriðjudagur, september 20, 2005
sunnudagur, september 18, 2005
Staðið upp eldsnemma á morgnanna
Ég klappaði þarna á naríunum einum fata og hvatti hann til frekari afreka. Og viti menn, sá stutti endurtók bara leikinn til að sýna fram á að fyrra afrekið hafi ekki verið nein heppni. Enda er heppni enginn faktor í svona hlutum.
Og eftir þetta klöppuðum við feðgar saman í fögnuði. Þengill rogginn og stoltur. Pabbi hans líka.
fimmtudagur, september 15, 2005
Do you feel the force of the wind
the slash of the rain
go face them and fight them
be ragged, be ragged again.
Go hungry and cold like the wolf,
go hungry and cold like the wolf.
Go wade, like the crane.
Go wade like the crane, like the crane.
The palms of you hands will thicken,
the skin of your cheeks will tan.
You'l go ragged, you'le go weary
you'l go ragged and swarthy.
But you'll walk, but you'll walk.
You'll walk like a man.
Þetta hef ég sannreynt að er satt og rétt.
laugardagur, september 10, 2005
Afi er látinn
þriðjudagur, september 06, 2005
The ultimate F### you!
Svona á að segja F### you (fr. Va te faire foutre). Alger snilld. Svona á að gera þetta :)
Veikindi í gangi
Elsa mín er ekki veik enda übermenchen.
laugardagur, september 03, 2005
Nema hvað... Mbl.is er með eftirfarandi: "Á fréttavefnum news.com.au er haft eftir Campbell: „Er maðurinn fífl? Er hann að fara fram á að við leggjum fram nákvæmar upplýsingar um líffjölbreytni á beitarlöndum á fundi um hvali? Þeir ættu að skammast sín fyrir þetta.“
Árni s.s. svaraði fyrir sig og hefur hitt á veikann blett greinilega. Gott hjá Árna, láta mannfj. heyra það. Það þýðir ekki að leyfa mönnum eins og Cambell sem hefur ekki hundsvit á okkar högum að vaða yfir okkur á skítugum skónum þegar hann sjálfur er með sínar skuggahliðar.
Campbell talar um fækkun kengúra til að vernda sínar auðlindir, beitihaga bændanna. Hvað heldur hann að sjórinn hérna sé? Baðströnd fyrir túrista?
Það eru greinilega til fífl í Ástralíu líka.
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Rokkað á miðvikudagskvöldi
Djöfull voru þetta flottir tónleikar. Meira að segja rugluðust söngvararnir í textanum, alveg í stíl við Lane Staley heitinn. Hann ruglaðist reglulega, sérstaklega ef sprautupúkinn var með í ferð.
Þeir spila aftur í kvöld á Gauknum kl. 22. Mæli með þessu fyrir sanna rokkaðdáendur.
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Waponi Woo og Buburu-ið þeirra
Annars rakst ég á þessa snilld. Vona bara að hommar landsins hafi húmor fyrir þessu.
Samkynhneigdur hommi.
laugardagur, ágúst 20, 2005
laugardagur, ágúst 13, 2005
Ein af þessum myndum sem maður er búinn að gleyma um leið og hún endar. Total waste of time.
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Reykjavík - Akureyri - Reykjavík
Svo flaug ég suður morguninn eftir enda að vinna í free-lance verkefni og þarf að fara að skila af mér. En flugið var ekki beint slétt og fellt. Þegar við lækkuðum flugið byrjaði ókyrrðin sem var mjög öflug meðan við fórum niður í gegnum skýin yfir Akranesi. Og ókyrrðin var alveg þar til við vorum svona 10 metra yfir landi, rétt í þann mund að fara að lenda. Þá féll allt í dúnalogn og við lentum eins og á bómullarhnoðra. Hnökralaust. Svíinn sem sat við hliðina á mér var reyndar hvítur af hræðslu, og ég hafði nú nett gaman af því að sjá það. Líka þegar ég sá að hann fór í afgreiðsluna í flugstöðinni til að kvarta yfir fluginu, sem var reyndar að kvarta yfir veðrinu því það var að þess sökum að flugið var doldið ævintýralegt. Ég meina, engum nema einhverjum Svía dettur í hug að kvarta yfir veðrinu á Íslandi.
Svo var tekinn strætó heim, enda bíllinn á Akureyri. Skemmtileg upprifjun á öllum þeim ástæðum sem eru til að vera á einkabíl, þó það sé dýrara. Ég meina, ég eyddi samtals helvítis hálftíma í að bíða eftir strætó. Þvílíkt helvítis veist off tæm. Og það í roki og rigningu, sem ég reyndar hafði nett gaman af.
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Byrjaður í KB
Ég þekki nokkra sem eru að vinna þarna frá fyrri tíð, bæði skóla og vinnu. Einn af þeim er hann Egill sem ég vann með hjá Gæðamiðlun/Mekkanó/Kveikjum. Ég fékk sæti við hliðina á honum. Nema hvað að í morgun hætti hann. Bara sí svona. Ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Var þetta mér að kenna? Þoldi hann ekki samanburðinn við karlmanninn mig? Ofurhönkinn sjálfann? Eins og De Nero sagði í "Analize this": "I feel conflicted about this".
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Mótmæli atvinnubílstjóra gegn olíugjaldinu
En Mörður var ekki á eitt sáttur við þessar aðgerðir. Skrítið, hann er yfirleitt fylgjandi svona aðgerðum... Allavega þá er ég stuðningsmaður þessara aðgerða. Þó fyrr hefði verið. Atvinnubílstjórar hérlendis geta lært ýmislegt af kollegum sínum í Frakklandi.
En það var þó einn góður punktur sem Mörður kom með sem er algerlega þess virði að atvinnubílstjórar athugi betur. Það var að láta harðar aðgerðir beinast á þeim sem bera beina ábirgð á þessum breytingum, sem ég tel btw arfavitlausar. Elta Geir H. Haarde á röndum og loka hann og hans bíl inni með trukkum án afláts. Að leigubílstjórar taki sig saman og neiti að keyra fyrir Fjármálaráðuneytið. Aðgerðir af slíkum toga.
Ég keyrði diesel bíl (turbo) í Danmörku og verð að segja að eftir þá reynslu myndi ég hiklaust fá mér einn slíkann ef það yrði hagstætt fyrir mig. Sem það er ekki eins og staðan er í dag, því miður. Fínn kraftur og sparneytinn.
sunnudagur, júlí 24, 2005
Þengill farinn að skríða almennilega - nýtt starf
Ég vann minn síðasta vinnudag hjá Valhúsaskóla 30 júní sl. Fór síðan í sumarfrí og þegar því líkur hef ég störf í KB banka. Verð þar í netþróunarhóp. Spennandi starf og ég hlakka mikið til að byrja á staðnum. Ég hef hitt samstarfsmenn mína væntanlega og líst svo sannarlega vel á hópinn.
þriðjudagur, júní 28, 2005
Þengill hinn knái er kominn á stjá
Jeg er mjög stoltur af drengnum líka þó svo að þetta sje eitthvað sem öll börn gera. En þetta þýðir líka að nú verður að gefa drengnum betur gaum þegar hann fer á stjá því Þengill er "handóður" og mjög virkur drengur. Sem þýðir að nú verða allir hlutir innan seilingar Þengils rannsakaðir gaumgæfilega.
sunnudagur, júní 19, 2005
Orðinn lasinn!!!
Nú er jeg kominn með kvef, hálsbólgu og meðfylgjandi hita. Frábært!
Aðrir fjölskyldumeðlimir vorkenna mjer ekkert enda hef jeg lagt áherslu á það að vorkenna ekki eymingjum sem mjer.
En að rökfræði. Sigríður Dögg nokkur, blaðamaður á Frjettablaðinu, sem nýverið birti eigin úttekt á sölu bankanna og varð fræg fyrir, skrifaði frjett í Frjettablaðinu í dag. Þar segir hún að nú hafi komið í ljós að Halldór Ásgrímsson OG fjölskylda hafi átt stærri hlut í einhverju fyrirtæki en gefið hafði verið upp áður. Hið rjetta er að fjölskyldan átti stærri hlut, ekki Halldór. Þannig að rjettast væri að halda Dóra fyrir utan þessa OG yrðingu. En Sigríður Dögg, sannleiksgyðjan sjálf, getur með þessu í raun sagt ósatt án þess þó að ljúga í rauninni. Sniðugt ekki satt?
P.S. Hvernig er þessi nýja stafsetning? Haldið þið að jeg fái Nóbelinn í bloggi í framhaldi?
laugardagur, júní 18, 2005
Lagið um Línu Langsokk er eftir Joda, Jedi riddara
Reyndar var dóttir mín að hlusta á diskinn, ég var bara viðstaddur.
laugardagur, júní 11, 2005
Sigurjón Sveinsson, tölvunarfræðingur
miðvikudagur, júní 08, 2005
Þengill fór í aðgerð, fékk rör í eyrun - Iron Maiden
En þetta var allt honum fyrir bestu. Kannski hann fyrirgefi okkur.
En svakalegur munur er á honum núna. Fyrir aðgerð var hann mega pirraður, alltaf að klóra sér í eyrunum og gat ekki sofið nema smá lúr í eynu. Núna er hann rólegur og glaður og sefur eins og pabbi sinn (mikið og vel).
Góðar stundir.
Já, svo fór ég með vini mínum Þorfinni á Iron Maiden í gær. Massa flottir tónleikar þó ég hefði viljað fá að heyra eitthvað af nýrri verkum þeirra líka. Þeir tóku bara lög af fyrstu fjórum plötum sínum. T.d. Infinit Dreams hefði verið flott að heyra. Það var ekki eins heitt og á Metallica og stemmningin var massa góð.
föstudagur, júní 03, 2005
Alfreð Þorsteinsson og Comical Ali eru vopnbræður ef marka má fréttir stöðvar 2 í kvöld. Alfreð sagði, sem svar við spurningu, að OR hefði ekki tapað fé af glæfra-fjárfestingum sínum í ævintýrum á borð við Línu.Net og risarækjuna. Ég get svo svarið það, þegar hann sagði þetta sá ég fyrir mér Comical Ali í Bagdad með US tanks í baksýninni: "The Americans are not in Bagdad".
mánudagur, maí 30, 2005
Góð helgi á enda.
Svo kemur maður heim eftir algera fjölmiðlaeinangrun (fyrir utan formúluna) og þá er bara Sigríður Dögg nokkur með greinasafn í Fréttablaðinu um einkavæðingu bankanna. Ekki einungis er þetta þvílík langloka sem svæfir jafnvel mestu spíttfíklana heldur einnig er Sigríður Dögg þessi þekkt fyrir andúð sína á ríkjandi stórnarforkólfum. Ætli það hafi haft áhrif á hana við efnisvalið og efnistökin? Það verður gaman að lesa síðasta kaflann í þessari ritröð á morgun.
Merkilegt þó, hún getur hvergi heimilda né hver heimildarmenn hennar eru. Convenient eða hvað?
föstudagur, maí 27, 2005
Búinn með háskólanámið. B.S. í tölvunarfræði í höfn!
Ekki auðvelt en hafðist. Með dyggri aðstoð hennar Elsu minnar og barna.
Nú er ég á leiðinni í sumarbústað fjölskyldunnar með börn og buru. Að njóta lífsins án þess að hafa áhyggjur af neinu skólatengdu. Ég er ekki að fara að skila ritgerð, læra fyrir próf, vinna að skilaverkefni. Ekkert. Bara anda og njóta þess að vera til með fjöldskyldunni. Draumur í dós!
þriðjudagur, apríl 12, 2005
Áfram Blátt áfram
En einnig fann ég fyrir gleði. Gleði að þær skuli koma fram svona glæsilegar og hugrakkar og vekja athygli á þessum þarfa málstað. Gleði yfir því að þær skuli ásamt öðru hugrökku og góðu fólki rjúfa þögnina sem þessi ógeðslegu myrkraverk þrífast í. Og aðdáun mín á þeim er mikil og einlæg.
Ég vona að þjóðin heyri þetta ákall og rjúfi þögnina. Að börnin sem þola þessa þjáningu heyri og stígi fram og leiti aðstoðar. Að ógeðin sem fremja þessi nýð heyri og sjái að sér. Að fólk heyri og fari að hlusta eftir ákalli á hjálp.
Gangi þeim allt í haginn blessuðum. Ég heyrði og hlusta áfram.
sunnudagur, mars 27, 2005
Vinstri menn + efnahagsstjórn = Katastroff
Það er lítið mál svosum að koma með rök fyrir uppsögn. "Kvikindið er ljótt og leiðinlegt og hrútlatt" gæti jafnvel dugað sem ástæða í slíku plaggi. En það að setja slíkar kvaðir (og aðrar kannski í bígerð í kommasmiðjum) er hættulegt. Það þarf ekki að fara langt til að sjá hvernig slík afskipti enda. Í Þýskalandi og Frakklandi er mikið atvinnuleysi og atvinnulífið er í járnum. Þar hafa sterk verkalýðsfélög á villigötum tekið vinnuveitendur í gíslingu með reglugerðum á borð við 35 tíma vinnuviku í Frakklandi. Einnig kvaðir sem gera alla starfsmenn mjög dýra fyrir vinnuveitendur eins og það að það er mjög erfitt að segja upp starfsfólki þegar illa gengur (Þýskaland). Vegna þessara kvaða halda vinnuveitendur að sér höndunum og eru mjög ófúsir við að ráða fólk. Það er einfaldlega of dýrt. Og hver er afleiðingin? Atvinnuleysi.
Annað við þessa tillögu. Ráðningarsamningur milli tveggja aðila er gagnkvæmt samkomulag þeirra um skipti á gæðum, peningar fyrir vinnuframlag. Einfalt. En af einhverjum sökum er réttarstaða atvinnurekenda við uppsagnir erfiðari en launafólks. Fólkið getur svo gott sem labbað út einn daginn án þess að gefa neinar skýringar. Hætt sí svona. En vinnuveitandi þarf að segja upp starfsfólki á mun strangari máta og á von á lögsókn og sektum ef brotalöm er þar á. Ekki beint sanngjarnt en kannski ill nauðsyn í sögulegu samhengi (misnotkun vinnveitenda á starfsfólki).
Ðe fænalpóint ís.
Kommar + efnahagsstjórn = Vatn + Olía = Getur ekki virkað vel saman.
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Auglýsingar Umferðastofu ýta undir fordóma gagnvart feðrum.
Undanfarið hefur Umferðastofa verið með auglýsingaherferð í gangi sem er stuðandi. Sumar auglýsingarnar ganga út á vítavert gáleysi og ég verð að segja eins og er að þær þrjár síðustu hafa vakið mig til umhugsunar. En því miður eru þeir þankagangar ekki um skilaboð auglýsinganna heldur framsetningu.
Þessar auglýsingar eru:
- Maður er að grilla á svölum án handriðs, barn er á svölunum og fellur fram af.
- Maður hleypur niður stiga með vítaverðu gáleysi og skeitingaleysi með barn í fanginu.
- Ölvaður maður sný barni í hringi, missir það, barnið skellur út í vegg og fellur niður stiga.
Svo eru tvær auglýsingar þar sem karlmann keyra á barn og annan mann en þær eru ekki í þessari upptalningu.
Í þessum þrem auglýsingum er börnum stefnt í voða með gáleysi og skeytingaleysi og í öllum tilvikum er það karlmaður sem ber ábyrgð. Mér finnst þessar auglýsingar bera vott um fordóma gagnvart karlmönnum í föðurhlutverki og einnig ýta undir slíka fordóma. Það getur verið að þetta sé tilviljun ein en ég leyfi mér að efast um það, sérstaklega vegna þess að í hinum tveim eru karlmenn við stýrið.
Þessar auglýsingar eru sjokkerandi, vekja skelfingu og sterkar tilfinningar hjá áhorfendum og að tengja karlmenn, feður, við slíka hluti eingöngu er fáránlegt og ber að fordæma harkalega. Ég skora á Umferðastofu að fara að hugsa sinn gang í þessum málum.
föstudagur, janúar 21, 2005
Svo varð hún veik í nótt, fékk gubbupest þessi elska. Ég vorkenndi henni mikið enda er þetta alls ekki gaman.
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Árekstur á móti sólu
Nú er það bara að fara að kljást við helvítis tryggingarfélagið. Báðir bílar eru tryggðir þar og tjónið er það mikið að ekki borgar sig að gera við hann. Úff nú eru góð ráð dýr að hætti Simans og Friðriks Pálssonar.
þriðjudagur, janúar 18, 2005
Jæja, best að byrja þetta blogg
Ég s.s. heiti Sigurjón Sveinsson og er nemi á lokaári í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Þess fyrir utan er ég fjölskyldufaðir og að vinna hálfa vinnu. Nóg að gera.