Skattmann heimtar skatt af því sem við fáum í styrki, íþróttastyrki t.d. Um daginn voru haldnir tónleikar þar sem KB banki, Synfóníuhljómsveit Íslands og Forseti Íslands buðu fólki. Skattmann ætlar að rannsaka hvort að boðsgestir séu skattskyldir af því.
Ætli maður verði að telja jólagjafirnar fram til skatts? Hvar endar græðgi skattmanns? Hvenær í ósköpunum ætlar skattmann að skilja það að við eigum laun okkar og gjafir sjálf fyrst, ekki skattmann.
Nú eru stéttafélögin að íhuga að hætta að styrkja fólk til íþrótta, þökk sé fégræðgi og yfirgangs skattmanns. Ég vona að hann fái reglulega hiksta á 10,5 á Richter.
1 ummæli:
Rakst á þessa síðu fyrir einskæra tilviljun. Flott blogg!
Skrifa ummæli