þriðjudagur, maí 23, 2006

Við Elsa fórum á Da Vinci lykilinn á sunnudaginn sl. Fín ræma. Ég var búinn að plana þetta, átti að vera óvænt ferð. Hringdi í Friðgeir bróðir og bað hann um að passa. Ég hélt að ég hefði komið því til skila að þetta væri surprise ferð. En svo kom Friðgeir heim kl. 7:30 til að passa og sagði "Hæ" og svo "Hvenær byrjar myndin". Og þar með vissi Elsa hvað til stóð :) og hún hló vel. Ég hafði s.s. EKKI komið því til skila að þetta væri leyniferð.

Jæja, þetta tekst bara næst.

mánudagur, maí 22, 2006

Hallgrímur Helgason er orðinn leiðinleg, rispuð plata

Ég las "Þetta er allt að koma" eftir Hallgrím Helgason af mikilli áfergju á sínum tíma og hló afskaplega mikið og lengi að þeirri bók. "101 Reykjavík" einnig. Svo kom "Höfundur Íslands" og þar hló ég ekki mikið, enda ekki þannig bók, og hef reyndar ekki klárað hana. Ekki "Herra Alheimur" heldur, hef ekki klárað hana ennþá (segir það ekki ýmislegt um bók, ef maður nennir ekki að klára hana?).
Síðan boðaði konungur Íslands, DAO, hann á teppið, og spurði hvað honum gengi til með öllum þessum greinum sem hann hefði verið að birta og hreita ónotum í kónginn. Og eftir það hefur Hallgrímur verið eins og einhver tuðandi nöldurskjóða um leið og hann opnar munninn. Tuðið er vel orðað, því er ekki að neita, en tuð engu að síður.
Svo fór konan hans í framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík og síðan þá hefur tuðið ágerst og nær nú nýjum lægðum í grein hans á Visir.is og þá sennilega í Fréttablaðinu líka.
Hvað er að manninum? Hann er algerlega obsessed í hatri sínu á stjórn landsins og Sjálfstæðisflokknum sérstaklega. Og algerlega hættur að vera skemmtilegur og beittur, bara með bitlaust, vel orðað, tuð.
Ég ætla þó að klára bækurnar hans, Herra Alheim sérstaklega.

laugardagur, maí 20, 2006

Tekið af vef Björns Inga.
Nú er það svo, að ég er sannfærður um að Framsóknarflokkurinn á enn mikið inni miðað við kannanir. Í Reykjavík ber könnunum ekki saman og ég veit til þess að Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með mun meira fylgi undanfarna daga, en það sem hann mælist með í könnun Fréttablaðsins í dag. En það er morgunljóst, að verði úrslit sveitarstjórnarkosninganna með þeim hætti, að Framsóknarflokkurinn tapi miklu fylgi vegna þess að verið sé að refsa ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokkurinn bæti heldur við sig, að slíkt muni hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarmenn munu ekki sitja undir því að standa einir í vörn fyrir verk ríkisstjórnarinnar meðan samstarfsflokkurinn hleypur í stjórnarandstöðu í umdeildum málum í miðri kosningabaráttu.
Það er gaman og súrt að fylgjast með brösugu gengi framsóknarmanna þessa dagana. Og Björn Ingi er ekki að gera sig í kosningabaráttunni. Hann byrjar á Lönguskerjum, sem svo kemur í ljós að eru ekki í lögsögu Reykjavíkur og er verða verndaðar fljótlega. Síðan fer hann í það að velta því upp að ef að OR selur hlut sinn í Landsvirkjun muni andvirðið fara til borgaranna. Búinn að gleyma því að andvirðið er eyrnarmerkt lífeyrisgreiðslum borgarinnar.
Nú hleypur hann upp og hótar veseni í landspólitíkinni ef XB fær ekki fylgi. Og segir það sem er hér að ofan.
Er maðurinn blindur? Það eru búnir að vera tveir stórir skandalar undanfarið þar sem Framsóknarmenn voru teknir með höndina í kexkrukkunni. Halldór Ásgeirsson átti hlut í fyrirtæki sem átti hlut í fyrirtæki sem keypti stórann hlut í Búnaðarbankanum þegar hann var einkavæddur. Einnig var aðkoma Framsóknarmanna í þeirri einkavæðingu, Finnur Ingólfsson hinn siðlausi, þar fremstur í flokki. Keyptu bankann á hæpnum forsendum og fengu VÍS selt úr Landsbankanum rétt áður en Björgúlfsfeðgar keyptu þann banka. And the list goes on and on...
Og svo hótar Björn Ingi Sjálfstæðisflokkinum. Veit hann ekki að fólkið í landinu er bara búið að fá nóg af þessum afætum sem hanga í kringum Framsókn? Það er mikið að góðu fólki meðlimir í flokknum en það ágæta fólk er bara í skugga hrægamma á borð við Finn Ingólfsson. Og Framsókn missir fylgi þar af leiðandi. Björn, líttu þér nær...

miðvikudagur, maí 10, 2006

Við Elsa vorum að bjóða í íbúð, fengum gagntilboð, sem við gerðum gagntilboð á móti og fengum gagntilboð á það sem við tókum. Garðsstaðir 47 takk fyrir. Laust strax. S.s. við erum bráðum að flytja úr Berjarima 36 í Garðsstaði 47. Jibbí. Massa flott íbúð, æðislegt útsýni, flottur pallur með heitum pott. og.... leiktæki handa börnunum í garðinum. Sniiiiiiiiiiiiild.
Myndir eru hér