sunnudagur, október 09, 2005

Karlaveldi í Vísindakirkjunni

Ég rak augun í grein í Fréttablaðinu í morgun um Katie Holmes og Tom Cruise þess efnis að Vísindakirkjan, sú sem Tom Cruise er í og núna einnig Katie Holmes, hafi skoðanir á fæðingu barna. Þessar skoðanir eru um það hvað konur mega og mega ekki gera við fæðingu barna sinna. T.d. skv. þessari kirkju eiga konur að fæða barnið í kyrrþey, þ.e. mega ekki öskra. Að sama skapi má ekki nota deyfilyf við fæðinguna.

Ok, það er þrennt sem ég hef um þetta að segja.
A. Þessi kirkja er greinilega byggð á karlaveldi. Túlkanir konu, sem hefur fætt barn, myndu ekki vera svona.

B. Það þyrfti að finna þessa kóna sem komu með þessar reglur og setja melónu upp í rassgatið á þeim. Og á sama tíma banna þeim að öskra.

C. Ætli þessi blessaða Vísindakirkja hafi einhverja skoðun á keisaraskurði eða öðrum inngripum sem geta skipt sköpum í fæðingu barna?

Katie Holmes er núna ófrísk af sínu fyrsta barni sem þau Tom eiga von á. Fyrsta barn er yfirleitt erfið fæðing, í það minnsta erfiðari en næsstu börn. Fæðingin getur dregist á langinn, getur hæglega tekið á annann sólahring. Þannig að þessar reglur Vísindakirkjunnar eiga eftir að vera henni hugleiknar í þjáningunni sem hún á eftir að finna fyrir. Ég allavega óska þeim, þá sérstaklega henni, velfarnaðar og alls hins besta.

Þessar skoðanir eru föðurs tveggja barna sem var viðstaddur fæðingu beggja.

1 Comments:

At 09 október, 2005 13:56, Blogger Jón Heiðar said...

Ég rak einmitt augun í þetta og vorkenndi þessari stúlkukind. Annars eru allar svona kreddur versta böl. Bannað að öskra við fæðingu ... kommon ...

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah