laugardagur, desember 03, 2005

Í sögunni um Öskubusku, uppáhalds sögu dóttur minnar, er köttur sem heitir Lúsifer. Ég er ekki viss um hvað á að halda um þessa nafnagift. Er verið að segja eitthvað um köttinn með því að láta hann heita Lúsifer?
Lúsifer er hinn vondi. En hann var einu sinni engill. Var með kjaft við Guð og féll af himnum niður til heljar og hefur ríkt þar æ síðan. Ég var að velta því fyrir mér hvort að hægt sé að búa til teiknimynd um þá sögu?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah