fimmtudagur, desember 01, 2005

Mbl.is segir frá því í morgun að farþegafjöldi í Strætó hafi dregist saman um 6-8% milli ára. Samt er alltaf verið að hamra á því af ýmsum sjálfskipuðum spekúlöntum (sérstaklega þeim sem vilja þétta byggð) að nota almennnings samgöngur.

Sko, þetta segir bara eitt. Fólk KÝS að nota bílinn frekar en strætó. Þetta kallar á uppbyggingu samgöngumannvirkja í Reykjavík og nágrennis. Annað, fólk KÝS að búa í sérbýli ef það getur (par-, rað- og einbýli). Þetta kallar á auknar lóðaúthlutanir fyrir einbýlishús.

Ég veit að við Sjálfstæðismenn komumst loks til valda í næstu kosningum og þá fara þessi mál að komast í rétt horf. Loksins.

1 ummæli:

Meistarinn sagði...

VIÐ sjálfstæðismenn.

;)