miðvikudagur, júní 08, 2005

Þengill fór í aðgerð, fékk rör í eyrun - Iron Maiden

Sonur minn fór í smá aðgerð í morgun. Blessaður drengurinn þurfti að fá rör í eyrun enda hefur hann núna fengið sjö sinnum eyrnabólgu þrátt fyrir ungann aldur sinn, átta mánaða. Ég vorkenndi honum svoooooo. Að þurfa að vera haldið þegar hann var svæfður og barðist á móti höldurum sínum, sjálfum foreldrum sínum. Að þurfa svo að vakna ringlaður á ókunnum stað við illa líðan og vont bragð fyrir vitum sínum. Enda grét hann í klukkutíma eftir að hann vaknaði! Mér leið líka illa við að halda honum blessuðum meðan svefngasið var að ná yfirtökum.
En þetta var allt honum fyrir bestu. Kannski hann fyrirgefi okkur.
En svakalegur munur er á honum núna. Fyrir aðgerð var hann mega pirraður, alltaf að klóra sér í eyrunum og gat ekki sofið nema smá lúr í eynu. Núna er hann rólegur og glaður og sefur eins og pabbi sinn (mikið og vel).
Góðar stundir.

Já, svo fór ég með vini mínum Þorfinni á Iron Maiden í gær. Massa flottir tónleikar þó ég hefði viljað fá að heyra eitthvað af nýrri verkum þeirra líka. Þeir tóku bara lög af fyrstu fjórum plötum sínum. T.d. Infinit Dreams hefði verið flott að heyra. Það var ekki eins heitt og á Metallica og stemmningin var massa góð.

1 Comments:

At 09 júní, 2005 10:18, Blogger Sigurgeir said...

Voðalega ertu vondur. Að gera barninu þetta uss og svei. Þú áttir bara að þola svefnleysið og pirringinn. Hann á aldrei eftir að fyrirgefa ykkur. Má hann nokkuð fara í sund núna?

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah