miðvikudagur, október 19, 2005

Skæruliði Hermannsson

Sonur minn hefur fengið nýtt nafn, þ.e. nýja tilvísun. Þegar talað er um Skæruliða Hermannsson hér eftir er átt við hann Þengil Sigurjónsson, eins árs gamlann son minn. Þetta er skemmtilegt réttnefni á drenginn. Hann er doldið skæruliði og er sonur fyrrum atvinnuhermanns (ég). Drengurinn er mjög virkur og forvitinn og veit sem er að NEI er ekkert svar. Bara láta vaða. Og það gerir hann.
Samt eltir maður hann út um allt og segir NEI þegar hann nálgast brothætta hluti eða slíkt, eins og hann hlusti eitthvað á mann frekar en vanalega. Maður lifir þó alltaf í voninni að drengurinn hætti að terrorisa foreldra sína og gerist þægt og hljótt barn eins og eldri systir hans var á þessum aldri. En það er bara ekki að gerast.

Sem er gott. Gaman að svona virkum börnum.

Engin ummæli: