laugardagur, ágúst 20, 2005

Hvað er þetta með knattspyrnustjóra og tyggjó? Ég var að horfa á mörk vikunnar á RUV um daginn og þar var sýndur knattspyrnustjóri hvers einasta liðs sem kom við sögu. 70-80% þeirra voru með tyggjó. Og þá er ég ekkert að tala um neitt lítið og pent tyggjó heldur virtust þeir vera með þrefaldan skammt af hubba-bubba og tilburðirnir í jórtrinu í samræmi við það. Mikið afskaplega þótti mér þetta kjánalegt. Eins og það sé ekki hægt að stýra knattspyrnuliði í ensku Úrvalsdeildinni án þess að líta út eins og belja.

2 Comments:

At 20 ágúst, 2005 10:10, Anonymous Nafnlaus said...

Góður!

 
At 20 ágúst, 2005 18:39, Blogger Jón Heiðar said...

:)

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah