Það er eitt fyrirbæri sem mér er illa við og það er Byggðastofnun. Þetta er stofnun sem er ætlað að halda byggð í landinu, landsbyggðinni, en í raun er verið að ausa fé í atvinnustarfssemi, stundum tilraunastarfssemi, þar sem hætta er mikil á að fé tapist. Það er s.s. verið að veita fé okkar skattborgara, í milljarðavís, í verkefni sem bankar meta sem svo að séu ekki áhættunar virði.
Nú er svo komið að Byggðastofnun hefur tapað svo miklu fé að undanförnu að lánsbært fé er komið undir 8% og Byggðastofnun getur ekki "lánað" lengur. Það er gott og ég vona svo sannarlega að þetta verði banabiti þessarar stofnunnar sem oftar en ekki hefur verið notuð í að ausa fé í verkefni flokksfélaga og kunningja þeirra fyrirgreiðslupólitíkusa sem hafa verið í forsvari stofnunnarinnar þá stundina.
Adieu à jamais, Byggðastofnun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli