laugardagur, júní 18, 2005

Lagið um Línu Langsokk er eftir Joda, Jedi riddara

Ég var að hlusta á disk með laginu um Línu Langsokk og var að velta fyrir mér fáránlega lélegum textasmíðum höfundar þess lags, í það minnsta á íslenska vísu. En allt í einu fattaði ég hvar þessi úldni hundur liggur grafinn. Höfundur lagsins er Joda, Jedi riddari! Ég meina, hann er sá eini sem ég veit um sem snýr öllum setningum við á fáránlegan máta og öllum þykir það bara hið besta mál.

Reyndar var dóttir mín að hlusta á diskinn, ég var bara viðstaddur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah