miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Blast from the Past

Ég fékk skemmtilega óvænta upphringingu í hádeginu á mánudaginn, í fyrradag. Félagi minn úr frönsku Útlendingarherdeildinni, Dan Tvedt, var á landinu, gróf upp símanúmerið mitt og hringdi í mig þar sem ég var að gúffa í mig kjötbollur í mötuneytinu okkar í KB banka. Ég var himinlifandi að heyra í honum, að hann var á landinu og bauð honum og kærustu hans í mat til mín í Berjarimann. Ég sótti þau svo á hótelið sitt og fór með þau heim þar sem við borðuðum fínan mat.

Við spjölluðum um liðin afrek og liðna tíma, um gamla félaga og hvað þeir væru að gera núna. Það eru fimm og hálft ár síðan ég hætti í deildinni, eftir 5 1/2 árs þjónustu, og var forvitinn um hvað gömlu félagarnir væru að gera.

Þeir voru flestir orðnir yfirmenn af einhverri sort, sem er gott. Einn er látinn, fékk beinsjúkdóm í Afríku, nokkrir voru hættir í deildinni eins og ég, sumri voru enn að hlaupa á sig í vitleysu, einn er orðinn atvinnu fjallaklifrari og er í S-Ameríku núna, allir hafa verið í einhvers konar action. Þessi heimsókn rifjaði upp gamla tíma og það var virkilega gaman að fá hann Dan í heimsókn.

Við skiptumst á heimilisföngum og email addressum og hann mun koma mér í samband við gamla félaga úti í gegnum email. Ég hef einsett mér að vera duglegri að halda sambandi við þessa gömlu félaga mína sem ég deildi með bestu árum æfi minnar.

1 ummæli:

Meistarinn sagði...

Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera sár..."bestu ár ævi þinnar"...ekki sérlega huggulegt fyrir árin okkar þá, - ha!?

Eru þau þá kannski næstbest?

Vafasamur heiður að vera í aftari sætum.

E.