Jamm, það kom að því. Þengill er farinn að skríða. Reyndar "bækslast" hann áfram, þ.e. hann setur hendurnar fram með lófann niður, báðar í einu, og togar sig áfram. Nokkra sentimetra í einu. Sem þýðir að hann getur núna fært sig úr stað á mun árangursríkari máta en hingað til hefur verið raunin. Drengurinn er mjög stoltur af þessu og nýtir sjer þessa nýfundnu hæfileika óspart.
Jeg er mjög stoltur af drengnum líka þó svo að þetta sje eitthvað sem öll börn gera. En þetta þýðir líka að nú verður að gefa drengnum betur gaum þegar hann fer á stjá því Þengill er "handóður" og mjög virkur drengur. Sem þýðir að nú verða allir hlutir innan seilingar Þengils rannsakaðir gaumgæfilega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli