sunnudagur, desember 04, 2005
Sarah Reinertsen hetja
Ég dáist mikið af fólki sem yfirstígur risastórar hindranir, stígur fram af ákveðni og einurð og afrekar eitthvað sem gerir það að hetjum. Alvöru hetjum, ekki svona feel-good titill eins og að allir sem taka þátt í Reykjarvíkurmaraþoni fá verðlaunapening.
Ein af þessum manneskjum er Sara Reinertsen. Hún missti sjö ára annann fótlegginn fyrir ofan hné en var um daginn að koma í mark í Ironman Kona (Hawai) keppninni. Fyrsta konan sem afrekar það.
Ég veit ekki hvort allir átta sig á því afreki sem það er, útaf fyrir sig, að ljúka slíkri keppni. Það er byrjað á því að synda 7 km, síðan hjólað 180 km og síðast hlaupið heilt maraþon. Allt án þess að stoppa á milli (nema til að skipta um föt og búnað). Þetta er gífurleg þraut, andleg og líkamleg, og Sarah var fyrsta konan með gerfilim til að ljúka keppni. Það hefur einn maður einnig lokið keppni, það var fyrir 20 árum.
Sarah er núna komin á hetjulistann minn ásamt Emil Zapotek, Rósu Parks, Alvin York, Lance Armstrong og Joe Simpson.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli