Við Bríet fórum í bíó í gær, sáum Kjúlla litla. Við skemmtum okkur konunglega og Bríet var alveg heilluð af því að vera í bíó. Eftir myndina fórum við beint heim og þar sem við gengum yfir bílaplanið í átt að bílnum var mér litið á hana dóttur mína, 3½ árs og mér fannst hún allt í einu orðin svo stór, sjálfstæð og þroskuð. Gekk ákveðnum skrefum í átt að bílnum, með hendur í vösum þykkrar úlpu og íbyggin á svip. Sennilega að hugsa eitthvað stórmerkilegt.
Einhvern veginn finnst manni að tíminn líði allt of hratt og að börnin stækki of fljót. En það er kannski eigingirni í mér, þau verða jú að stækka og þroskast, þessar elskur.
1 ummæli:
Þekki þessa tilfinningu :)
Skrifa ummæli