Fór á Alice in Chains Tribute tónleika á Gauknum í gær með Lailu systir. Massa flott. Þeir sem voru að spila voru Kristó í Lights on the Highway, Jenni í Brain Police (söngvarar), yngri bróðir Kirstó, Bjarni Þór, á gítar (massa efnilegur), trommarinn í Ensími (ógeðslega góður) og svo bassaleikari sem ég kann ekki skil á en var að spila ge'kt vel. Og dagskráin var fín. Þeir tóku unplugged lög fyrir hlé (AIC gaf út eina slíka plötu með tónleikum á MTV) og svo var allt rafmagnað eftir hlé. Ég get vottað það hér með að órafmagnað er mun betra fyrir eyrun, sérstaklega ef eyrun eru staðsett á rokkarahaus sem er staddur á búk sem tilheyrir manni sem situr alveg upp við sviðið.
Djöfull voru þetta flottir tónleikar. Meira að segja rugluðust söngvararnir í textanum, alveg í stíl við Lane Staley heitinn. Hann ruglaðist reglulega, sérstaklega ef sprautupúkinn var með í ferð.
Þeir spila aftur í kvöld á Gauknum kl. 22. Mæli með þessu fyrir sanna rokkaðdáendur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli