þriðjudagur, september 06, 2005

Veikindi í gangi

Það eru veikindi í gangi á heimilinu. Þengill nýbúinn með hlaupabóluna og kominn með kvef + eyrnabólgu. Bríet tók við hlaupabólukeflinu og er hálfnuð með hlaupið núna. Öll í bólum og er feikna hugrökk og dugleg (sem Þengill var líka). Ég er með kvef og hálsbólgu. Kötturinn er geðveikur að vana. Bíllinn með endurskoðunarmiða. Ég þarf bara að fá vírus í eina tölvuna mína og þá er þetta fullkomið. Er ekki lífið yndislegt?

Elsa mín er ekki veik enda übermenchen.

1 Comments:

At 08 september, 2005 20:35, Blogger Meistarinn said...

Sko, karlinn er allur að koma til í gullhömrunum. Sólartenging á undanhaldi.

Elsan.

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah