fimmtudagur, september 22, 2005

Minningarorð um Kristján afa

Margan manninn hef ég hitt um æfina frá öllum heimsins hornum en engann eins mikinn heiðursmann og hann Kirstján afa minn. Ég hitti hann í fyrsta sinn í Espigerðinu þegar ég var um 10 ára þar sem Ólöf amma og Kristján voru nágrannar og voru að rugla saman reitum. Strax frá þeim fyrstu kynnum var mér af skaplega vel við Kristján og eftir því sem árin liðu, og við kynntumst betur, fór ég að líta meira á hann sem afa minn heldur en ævifélaga ömmu minnar. Hann var geysilega gestrisinn, hlýr, kíminn og áhugasamur um lífsviðburði okkar. En umfram allt var hann heiðursmaður fram í fingurgóma. Yndislegur heiðursmaður. Það var alltaf gaman að spjalla við hann um heima og geima, menn og málefni, því hann var hafsjór af fróðleik og hann hafði alltaf “afaleg” ráð að gefa mér þegar ég var óviss um ákvarðanir. Viskumolana átti hann gnógt af og deildi hann þeim með okkur af mikilli óeigingirni.

Ég á eftir að sakna Kristjáns afa mikið. Þegar maður hefur notið samfylgdar slíks öðlings sem Kristján var verður eftir tómarúm þegar hann fer sem aldrei verður fyllt. Ég vona því að ég hitti fleira fólk eins og hann Kristján afa á lífsleiðinni því það gerir heiminn að fallegri stað og betri.

Guð blessi hann Kistján afa og varðveiti.

Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhvers staðar.
(Halldór Laxness, Atómstöðin).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah