þriðjudagur, október 25, 2005

Rosa Parks lést í gær. Rosa varð upphafspunktur fyrir baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum þegar hún neitaði að standa upp fyrir hvítum manni í Alabama í Bandaríkjunum árið 1955. Hún er að mínu mati ein hugrakkasta kona sem ég hef heyrt um og hugrekki hennar og staðfesta kom af stað hreyfingu sem á endanum varð til þess að lög í Alabama sem ákvörðuðu aðskilnað kynþáttanna voru dæmd ólög.

Blessuð sé minning hennar og megi hún vera okkur sem fyrirmynd í baráttu gegn órétti, hvaða mynd sem hann tekur.

1 Comments:

At 25 október, 2005 16:22, Blogger Sigurgeir said...

Sammála þér, þessi kona er mikil hetja.

Mannstu eftir gríninu sem gert var að henni í Coming to America?

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah