þriðjudagur, desember 13, 2005

Þjónninn sem hýsir hinn vefinn minn krassaði í gær. Þetta er eldgömul dolla sem ég keypti 1999 og var með 450 MHz örgjörva sem ég skipti út seinna fyrir heil 650 MHz. Kom heim í gær og hafði ekki náð sambandi við vélina allann daginn. Fór upp á háaloft (þar sem hún er) og allt var svart á skjánum. Endurræsti og fékk skilaboðin "NTLDT is missing". Eftir tveggja tíma lífgunartilraunir eftir forskrift Microsoft komst læknirinn (ég) að niðurstöðu. Sjúklingurinn (dollan) var dáinn. Þá var ekkert um annað að ræða en að forsníða diskinn og gefa henni lifnivið pillu í formi enduruppsetningu.
Öll gögn voru að sjálfsögðu óendurheimtanleg af diskinum og farinn til binary himna. Þá er gott, og sá er siður, að eiga HELVÍTIS BACKUP AF ÖLLU DRASLINU!!!! ... sem ég átti að sjálfsögðu ;)

Engin ummæli: