Þá er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lokið. Vilhjálmur vann og Hanna Birna kom önnur. Gísli Marteinn tapaði fyrir Villa og fallið sendi hann í 3ja sæti. Þetta er þó sterkur listi að mínu mati.
1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson með 6.424 atkvæði í 1. sæti.
2. Hanna Birna Kristjánsdóttir með 6.392 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. Gísli Marteinn Baldursson með 6.694 atkvæði í 1.-3. sæti.
4. Kjartan Magnússon með 6.264 atkvæði í 1.-4. sæti.
5. Júlíus Vífill Ingvarsson með 5.943 atkvæði í 1.-5. sæti.
6. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir með 6.629 atkvæði í 1.-6. sæti.
7. Jórunn Frímannsdóttir með 6.422 atkvæði í 1.-7. sæti.
8. Sif Sigfúsdóttir með 5.723 atkvæði í 1.-8. sæti.
9. Bolli Thoroddsen með 6.100 atkvæði í 1.-9. sæti.
10. Marta Guðjónsdóttir með 5.327 atkvæði í 1.-9. sæti.
Ég kaus í gær, í fyrsta skipti sem ég tek þátt í prófkjöri. Gerði það í og með til að styðja Eggert Pál, vinnufélaga minn, sem komst svo ekki á topp 15 listann. Synd.
Það er gaman að sjá hvað konur eru að koma sterkar inn. Koma sterkar inn á eigin forsendum meðal jafningja. Það þarf ekki gerræðislegar sérforsjárhyggjuaðgerðir á borð við fléttulista og kynjakvóta innan Sjálfstæðisflokksins. Reyndar er það ekki undarlegt, flokkurinn er málsvari einstaklinsins og einkaframtaksins. Að njóta þess að vera metinn eftir eigin ágæti en ekki kyni. Þannig að það kemur ekki til greina annað en að fólk komist til metorða á eigin ágæti en ekki kyni.
Hanna Birna og Tobba (Þorbjörg Helga) styrktu stöð sína. Kjartan einnig. Ég vona bara að ósigur Gísla letji hann ekki til afreka. Hann er efnilegur en kannski óþroskaður, þarf meiri tíma. Sjáum til hvað verður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli