mánudagur, október 31, 2005

Þegar konur missa sig í jafnréttisbaráttunni

Undanfarna daga hefur ekki liðið einn einasti dagur án þess að fjallað sé um jafnréttisbaráttu kvenna í hverjum fréttatíma, í það minnsta einu sinni. Konur marseruðu í tugþúsundum niður í bæ til að halda uppá 30 ára afmæli kvennafrídagsins og fjölmiðlar landsins eru undirlagðir í umfjöllun um jafnréttisbaráttuna. Það er nauðsynlegt að halda sér á tánum í jafnréttisbaráttunni og jafna stöðu kynjanna á öllum vígstöðum, jafna tækifærin. En ég held að það séu nú ekki allar konur gáfulegar í þessari stórflóðbylgju jafnréttisumræðu. Þórhildur Þorleifsdóttir leiikkona og Gerður Kristný rithöfundur voru gestir Kastljóssins 28. okt. og þar fóru þær yfir fréttir vikunnar. Fjallað var um Jafnréttisviðburði vikunnar og ég var ekki mikið að hlusta á það sem þær sögðu þar enda var ég eiginlega orðinn saddur af jafnréttisumræðunni, búið að ræða hana í þaula undanfarna daga.
En svo ætlaði stjórnandinn að skipta yfir í eitthvað annað mál, Sólvang í Hafnarfirði. S.s. málefni aldraðra. Og ég spennti eyrun, eitthvað nýtt. En nei, þær stöllur voru sko ekkert á því að fara að tala um aldraða. Þórhildur sletti því fram að þar væri hallað á konur líka enda lifðu þær lengur en karlmenn. Og Gerður Kristný kom með það að konur væru mikið í umönnunarstörfum. S.s. þær sjá ekkert nema bleikt þessar stöllur, sjá ekki Sólvang sem dæmi um vandamála eldri borgara heldur bara vandamál kvenna á Sólvangi. Sáu bara og einungis kvennójafnréttisflötinn á málefnum aldraðra. Vá.
Jafnvel þegar umræðan snýst að öðru þá halda þær sér fast við hvað konur eiga erfitt og finna þann flöt á hvaða málefni sem er. Ætli þær eigi syni þessar konur?
GET A FUCKING LIFE segi ég bara. Talandi um að vera fastur í sama hjólfarinu...

Svo er annað varðandi þessar eilífu kröfur um að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og eilíar tölfræðivangaveltur um hlutfall kvenna sem stjórnendur hér og þar. Að hvaða leiti mun það bæta kjör kvenna í kvennastéttum svokölluðum að fjölga konum í stjórnum? Að hvaða leiti mun það útrýma launamuninum að örfáar konur komist í stjórn?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

AAAlgerlega ósammála þessu hjá þér. Það eru óskynsamir eigendur sem átta sig ekki á því að það er mikill styrkleiki að hafa bæði kynin í stjórn. Konur hafa einfaldlega aðra eiginleika en karlar og það er einfaldlega samkeppnisforskot að átta sig á því og nýta sér það. Ég er samt algerlega á móti að kvótabinda konur í stjórnum. En mér finnst að menn ættu að opna augun fyrir þessum eiginleikum og nýta sér þá. Auðvitað mun þetta hafa áhrif á kjör kvenna, konur munu þá öðlast meiri virðingu í viðskiptalífinu og smám saman valda hugarfarsbreytingu varðandi launamun. Og þegar menn átta sig á þessu erum við ekki að tala um 'örfáar' konur í stjórn, heldur verða allar stjórnir með konur. Með konur í meirihluta í lög- og viðskiptafræði ætti ekki að vera skortur á frambærilegum stjórnarkonum :)