laugardagur, nóvember 05, 2005

Jæja, þá kom að því. Ég gerðist flokksbundinn Sjálfstæðismaður á fimmtudaginn síðasta. Voila. Þá er það komið. En svo fór að rigna yfir mig alls kyns símtölum frá stuðningsmönnum hinna ýmissa framboðsaðila í prófkjörinu til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Flestir voru að kynna aðila sem ég ætlaði hvort eð er að greiða atkvæði mitt eins og Tobba og Hanna Birna.
Svo fór ég og greiddi atkvæði í dag hér í Grafarvoginum. Jibbí. Ég sagði mömmu frá þessu og hún var nú ekki að hoppa hæð sína af hrifningu yfir þessu hjá mér. Pabbi á eftir að verða fúll út í mig yfir þessu líka. Sjáum til hvað það verður lengi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah