föstudagur, júní 03, 2005

Við ætluðum á ættarmót um helgina en þá tóku börnin uppá því að verða veik, bæði í einu. Við neyðumst þ.a.l. til að vera í bænum yfir helgina. Þetta er samsæri.

Alfreð Þorsteinsson og Comical Ali eru vopnbræður ef marka má fréttir stöðvar 2 í kvöld. Alfreð sagði, sem svar við spurningu, að OR hefði ekki tapað fé af glæfra-fjárfestingum sínum í ævintýrum á borð við Línu.Net og risarækjuna. Ég get svo svarið það, þegar hann sagði þetta sá ég fyrir mér Comical Ali í Bagdad með US tanks í baksýninni: "The Americans are not in Bagdad".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah