þriðjudagur, desember 06, 2005

Í kjólinn fyrir jólin.

Nú ætla ég að útskýra af hverju ég hef verið svona skapvondur síðustu tvær vikur. Ég er s.s. í megrun. Neeei grín, ég er ekkert búinn að vera skapverri (nýyrði) en vanarlega en ég er þó í átaki. Svokölluðum dönskum kúr. Alger snilld. Byrjaði í honum fyrir tveim vikum síðan og er núna búinn að missa/losa mig við þrjú kíló og beltið er ekki lengur að hrjá mig. Buxurnar ekki heldur. Ég ætla að halda áfram í þessu fram yfir jól og sjá hvort að six-pakkið hætti að vera feimið og komi út að leika, svona eins og í gamla daga.
Þessi kúr er alger snilld. Maður borðar vel, bara minna og betur en maður gerði. Og árangurinn skilar sér strax.
Reyndar var smá setback um daginn. Við Elsa fórum í jólahlaðborð Upplýsinga- og tæknisviðs KB banka (þar sem ég vinn) og ég missti mig alveg, maturinn var svoooooo góður. Dádýrakjötið (mamma hans Bamba) var þó best. Alger snilld. En afleiðingin var þó sú að ég fór aftur á byrjunarreit, eða jók þyngd mína um 1,5 kg.
Það eina við þennan kúr sem ég fíla ekki er að maður getur ekki leyft sér að borða mikið eins og maður gerði. Ég hef lengi verið kallaður ruslafatan, því í stað þess að sjá fram á að þurfa að henda leifunum þá hef ég klárað allan mat. Rosa duglegur að borða. Þetta var í lagi þegar ég var tvítugur og svo þegar ég var í frönsku Útlendingaherdeildinni (og tvö ár eftir það) því þá var maður að hreyfa sig svo mikið. Hlaupa, klífa fjöll, armbeygjur og annað sem brennir kaloríur. En svo eignast maður unnustu og börn með henni, fer í háskóla ofan í allt saman og hefur ekki lengur mikinn tíma til að hreyfa sig. Þá fer fitupúkinn að núa saman höndunum og setur nokkur kíló á mann í formi fitu. Og burt fara kíló í formi vöðva. Þannig er nú það.
En nú er það að verða búið. Danmörk hefur fundið upp aðferð til að svæla út þennan fitupúka og ég nýt góðs af því.
Annars bendi ég bara á hana Sigrúnu Þöll ef menn/konur vilja kynna sér þetta danska megrunartól betur.

1 Comments:

At 09 desember, 2005 20:30, Blogger Jón Heiðar said...

Mig hefur alltaf langað til borða dádýrakjöt. Vona að sá draumur rætist fljótlega. Bambi, here I come.

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah