miðvikudagur, desember 21, 2005

Skv. fréttum mbl.is hafa Charlize Theron, Angelina Jolie og Scarlett Johansson sagt nei við því hlutverki að verða næsta Bond-stúlka (hvað sem það nú er). Ætli það sé vegna þess að þær vilja ekki vera í hlutverki þar sem þær leika stúlkukindur sem kikna í hnjánum við hverja hreyfingu 007 og segja "Oh James" í annarri hverri setningu? S.s. ósjálfbjarga konur sem bíða eftir hetjunni til að bjarga sér?

Mikið óx álit mitt á þessum þrem leikkonum við að lesa þetta.

Engin ummæli: