mánudagur, október 09, 2006

Ég bloggaði fyrir nokkru um hversu mér er illa við framkomu og gjörðir Michael Schumachers. Góður ökumaður, sennilega sá besti, en vantar þetta sem gerir þetta "real", heiðarleika. Fyrir mótið í Suzuka núna um helgina voru þeir Alonzo og Schúmmi orðnir jafnir að stigum en Schúmmi með forystu því að hann var með fleiri sigra. Mér fannst þetta skítt og svo var Schúmmi nr. 2 á ráslínu og Alonzo ekki nema fimmti. Leit ekki vel út.
Mér datt ekki í hug að vakna kl. 4:30 til að sjá Michel vinna þetta og reka næst-síðasta naglann í heimsmeistaratitil sinn. En samt sem áður vaknaði ég kl. 6, alveg óvart, og fann á mér að eitthvað mikið var að gerast. Fór á fætur, nuddaði stýrurnar úr augunum og ræsti imbann. Og viti menn, við mér blasti myndskot af Ferrari bíl Schúmma með ónýta vél, Alonzo fyrstur og með aðra hönd á heimsmeistaratitlinum. Frábært. Nú þarf hann bara að klára dæmið á Imola og Renauld að taka Ferrari í bakaríið. Svona til að sýna það að lið sem er með FIA í vasanum, beitir lúalegum brögðum og siðleysi, vinnur ekki.

Morgunstund gefur gull í mund og létta lund.

mánudagur, október 02, 2006

Hún á afmæl'í dag,
hún á afmæl'í dag.
Hún á afmæl'ún Elsa,
hún á afmæl'í daaaag.

Til hamingju með daginn, elskan!