mánudagur, september 26, 2005

Var klukkaður

Drekinn frá Oz og JónGroup (Jón Heiðar) klukkuðu mig með tveggja daga millibili. Bloggarar eru með leik greinilega þessa dagana þar sem þeir klukka hvorn annan og sá sem er klukkaður á að lista upp fimm (5) tilgangslaus atriði um sjálfan sig og að því loknu klukka fjóra aðra.
Eftir gífurlega samviskuskoðun hef ég ákveðið að taka ekki þátt. Í fyrsta lagi eru engar upplýsingar um mig tilgangslausar. Engar. Í öðru lagi er veldisvöxtur á svona leik. Þannig að ef ég klukka fjóra núna, og þeir klukka allir fjóra til viðbótar þá er ég búinn að pirra tuttugu (20) manns, fjóra sem ég klukkaði + 16 sem þeir klukka svo.

Þannig að ég vona að JónGroup og Drekinn frá Oz fyrirgefi mér það þó ég svíki lit og ákveði að taka ekki þátt.

2 Comments:

At 28 september, 2005 11:19, Blogger Sigurgeir said...

Heigull!

 
At 01 október, 2005 21:39, Blogger Jón Heiðar said...

Ekkert við þetta að bæta.

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah