föstudagur, janúar 21, 2005

Þegar ég kom heim í gær, um kvöldmatarleitið, sagði ég "hó hó hó" eins og jólasveinn þegar ég kom inn. Dóttir mín, að sögn Elsu, sagði "Pabbi" þegar hún heyrði í hurðinni en þegar hún heyrði þetta 3*hó þá kom svipur á mína og hún sagði með spurningartón: Jólasveinninn? Tja, kannski hitti hún naglann á höfuðið, kannski er ég n.k. jólasveinn.
Svo varð hún veik í nótt, fékk gubbupest þessi elska. Ég vorkenndi henni mikið enda er þetta alls ekki gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah