Í gær féll dómur Hæstaréttar í máli lögreglumanns sem keyrði niður mótorhjól og þar með manninn líka sem var á því. Var ekki beint sýknuð, enda ekki hægt því þá hefði Hæstiréttur orðið sér að athlægi. En allar refsingar voru felldar niður og dómur Hæstaréttar var ekkert annað en létt högg á hendur lögreglunnar fyrir grófa líkamsárás á borgara með lögreglubíl. Dómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson dæmdu í málinu.
Í dómsorði segir " Ákærði og lögreglumanni sem með honum var í lögreglubifreiðinni hafði tvívegis borist tilkynning um hraðakstur hans auk þess sem þau höfðu sjálf með radar mælt hraða bifhjólsins á Norðurströnd á Seltjarnarnesi og reyndist hann þá að teknu tilliti til vikmarka hafa verið 129 km/klst. Í framhaldi þess leituðu þau ákærða í nágrenninu."
S.s. Hæstiréttur gefur sér það að hjólarinn sé sá sem löggan mældi á of miklum hraða. En málið er að hjólarinn var sýknaður af því. Og í viðbót var annar maður búinn að hljóta refsingu fyrir það brot. Þetta er eins og ef ég væri kærður fyrir að lemja Jón Jónsson, sýknaður af því og annar dæmdur fyrir árásina en svo væri það notað gegn mér í Hæstarétti að ég hefði lamið Jón!!!! What?
Annað er þarna inni sem er furðulegt. Það var búið að sanna það að lögreglan hefði EKKI verið með ljósin kveikt (sanna með skráningu úr Tetra kerfinu á ferðum og aðgerðum lögreglubíla) og að ökumaðurinn hefði EKKI misst stjórn á hjólinu, dottið og hjólið hefði farið á löggubílinn, heldur að hjólinu hefði verið ekið BEINT á lögreglubílinn. En nei, Hæstiréttur tekur EKKI mark á fjöldamörgum físískum sönnunargögnum sem og mati sérfræðings heldur hlustar bara á orð löggunar um að hjólarinn hefði misst stjórn á hjólinu fyrir áreksturinn.
Þessi dómur segir bara eitt. Ef það á að refsa lögregluþjóni fyrir stórhættulegar aðgerðir sem geta leitt til dauða saklausra borgara sem lögguna "grunar" um eitt og annað þá þurfa allir hæstaréttardómarar að verða vitnið að brotinu, í sló mósjon, sem og brotið tekið upp á video af fjölmargra manna. Minna dugar greinilega ekki til til að lögreglumenn verði látnir bera fulla ábyrgð á stórhættulegum líkamsárásum gegn borgurum landsins.
Mér er alveg sama hvað hver segir, hæstaréttardómarar geta líka verið fífl og hálfvitar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli