föstudagur, maí 27, 2005

Búinn með háskólanámið. B.S. í tölvunarfræði í höfn!

"Loksins loksins loksins" hugsaði ég á þriðjudaginn s.l. kl 11. Þá var ég á ljúka síðasta prófinu til B.S. gráðu í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Búinn að vera að þessu síðan 2001 þegar ég byrjaði í fjarnámi, fór síðan í HMV og tók síðan þrjár síðustu annirnar í fullu námi. Allt þetta á sama tíma og ég eignaðist tvö börn með henni Elsu minni, var að vinna 50% vinnu og keypti húsnæðið okkar.
Ekki auðvelt en hafðist. Með dyggri aðstoð hennar Elsu minnar og barna.

Nú er ég á leiðinni í sumarbústað fjölskyldunnar með börn og buru. Að njóta lífsins án þess að hafa áhyggjur af neinu skólatengdu. Ég er ekki að fara að skila ritgerð, læra fyrir próf, vinna að skilaverkefni. Ekkert. Bara anda og njóta þess að vera til með fjöldskyldunni. Draumur í dós!

3 ummæli:

Unknown sagði...

Hver hefur ekki klárað B.S. gráðu í tölvunarfræði samhliða því að kaupa húsnæði, eignast tvö börn og vinna 100% vinnu?

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Sigurjón :)

Unknown sagði...

Hér kem ég fram undir nafni í töku 2 :) Sem sagt til lukku :)