mánudagur, október 31, 2005

Þegar konur missa sig í jafnréttisbaráttunni

Undanfarna daga hefur ekki liðið einn einasti dagur án þess að fjallað sé um jafnréttisbaráttu kvenna í hverjum fréttatíma, í það minnsta einu sinni. Konur marseruðu í tugþúsundum niður í bæ til að halda uppá 30 ára afmæli kvennafrídagsins og fjölmiðlar landsins eru undirlagðir í umfjöllun um jafnréttisbaráttuna. Það er nauðsynlegt að halda sér á tánum í jafnréttisbaráttunni og jafna stöðu kynjanna á öllum vígstöðum, jafna tækifærin. En ég held að það séu nú ekki allar konur gáfulegar í þessari stórflóðbylgju jafnréttisumræðu. Þórhildur Þorleifsdóttir leiikkona og Gerður Kristný rithöfundur voru gestir Kastljóssins 28. okt. og þar fóru þær yfir fréttir vikunnar. Fjallað var um Jafnréttisviðburði vikunnar og ég var ekki mikið að hlusta á það sem þær sögðu þar enda var ég eiginlega orðinn saddur af jafnréttisumræðunni, búið að ræða hana í þaula undanfarna daga.
En svo ætlaði stjórnandinn að skipta yfir í eitthvað annað mál, Sólvang í Hafnarfirði. S.s. málefni aldraðra. Og ég spennti eyrun, eitthvað nýtt. En nei, þær stöllur voru sko ekkert á því að fara að tala um aldraða. Þórhildur sletti því fram að þar væri hallað á konur líka enda lifðu þær lengur en karlmenn. Og Gerður Kristný kom með það að konur væru mikið í umönnunarstörfum. S.s. þær sjá ekkert nema bleikt þessar stöllur, sjá ekki Sólvang sem dæmi um vandamála eldri borgara heldur bara vandamál kvenna á Sólvangi. Sáu bara og einungis kvennójafnréttisflötinn á málefnum aldraðra. Vá.
Jafnvel þegar umræðan snýst að öðru þá halda þær sér fast við hvað konur eiga erfitt og finna þann flöt á hvaða málefni sem er. Ætli þær eigi syni þessar konur?
GET A FUCKING LIFE segi ég bara. Talandi um að vera fastur í sama hjólfarinu...

Svo er annað varðandi þessar eilífu kröfur um að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og eilíar tölfræðivangaveltur um hlutfall kvenna sem stjórnendur hér og þar. Að hvaða leiti mun það bæta kjör kvenna í kvennastéttum svokölluðum að fjölga konum í stjórnum? Að hvaða leiti mun það útrýma launamuninum að örfáar konur komist í stjórn?

þriðjudagur, október 25, 2005

Rosa Parks lést í gær. Rosa varð upphafspunktur fyrir baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum þegar hún neitaði að standa upp fyrir hvítum manni í Alabama í Bandaríkjunum árið 1955. Hún er að mínu mati ein hugrakkasta kona sem ég hef heyrt um og hugrekki hennar og staðfesta kom af stað hreyfingu sem á endanum varð til þess að lög í Alabama sem ákvörðuðu aðskilnað kynþáttanna voru dæmd ólög.

Blessuð sé minning hennar og megi hún vera okkur sem fyrirmynd í baráttu gegn órétti, hvaða mynd sem hann tekur.

miðvikudagur, október 19, 2005

Sigurjon.net komið í loftið

Jæja, þá er ég búinn að setja í loftið annan vef, Sigurjon.net. Bloggið verður hér en myndaalbúm og alvarlegri greinar verða á þessum nýja vef.
Ég er nú þegar búinn að setja inn fimm greinar um tölvunarfræði, tölvuöryggi to be specific, á þennan vef. Fleiri greinasöfn sem ég hef skrifað (og ég kem til með að skrifa) verða svo væntanleg þarna inn innan skamms.

Skæruliði Hermannsson

Sonur minn hefur fengið nýtt nafn, þ.e. nýja tilvísun. Þegar talað er um Skæruliða Hermannsson hér eftir er átt við hann Þengil Sigurjónsson, eins árs gamlann son minn. Þetta er skemmtilegt réttnefni á drenginn. Hann er doldið skæruliði og er sonur fyrrum atvinnuhermanns (ég). Drengurinn er mjög virkur og forvitinn og veit sem er að NEI er ekkert svar. Bara láta vaða. Og það gerir hann.
Samt eltir maður hann út um allt og segir NEI þegar hann nálgast brothætta hluti eða slíkt, eins og hann hlusti eitthvað á mann frekar en vanalega. Maður lifir þó alltaf í voninni að drengurinn hætti að terrorisa foreldra sína og gerist þægt og hljótt barn eins og eldri systir hans var á þessum aldri. En það er bara ekki að gerast.

Sem er gott. Gaman að svona virkum börnum.

sunnudagur, október 09, 2005

Karlaveldi í Vísindakirkjunni

Ég rak augun í grein í Fréttablaðinu í morgun um Katie Holmes og Tom Cruise þess efnis að Vísindakirkjan, sú sem Tom Cruise er í og núna einnig Katie Holmes, hafi skoðanir á fæðingu barna. Þessar skoðanir eru um það hvað konur mega og mega ekki gera við fæðingu barna sinna. T.d. skv. þessari kirkju eiga konur að fæða barnið í kyrrþey, þ.e. mega ekki öskra. Að sama skapi má ekki nota deyfilyf við fæðinguna.

Ok, það er þrennt sem ég hef um þetta að segja.
A. Þessi kirkja er greinilega byggð á karlaveldi. Túlkanir konu, sem hefur fætt barn, myndu ekki vera svona.

B. Það þyrfti að finna þessa kóna sem komu með þessar reglur og setja melónu upp í rassgatið á þeim. Og á sama tíma banna þeim að öskra.

C. Ætli þessi blessaða Vísindakirkja hafi einhverja skoðun á keisaraskurði eða öðrum inngripum sem geta skipt sköpum í fæðingu barna?

Katie Holmes er núna ófrísk af sínu fyrsta barni sem þau Tom eiga von á. Fyrsta barn er yfirleitt erfið fæðing, í það minnsta erfiðari en næsstu börn. Fæðingin getur dregist á langinn, getur hæglega tekið á annann sólahring. Þannig að þessar reglur Vísindakirkjunnar eiga eftir að vera henni hugleiknar í þjáningunni sem hún á eftir að finna fyrir. Ég allavega óska þeim, þá sérstaklega henni, velfarnaðar og alls hins besta.

Þessar skoðanir eru föðurs tveggja barna sem var viðstaddur fæðingu beggja.

sunnudagur, október 02, 2005

Til hamingju með afmælið Elsa mín

Elsa mín á afmæli í dag, 33 ára. Til hamingju með daginn elskan mín. Og í tilefni dagsins ætlum við að syngja saman:

Hún á afmæl'í dag,
hún á afmæl'í dag,
hún á afmæl'ún Elsaaaaaa,
hún á afmæl'í dag,

Veeeeeiiiiiiiii (klapp, klapp)