sunnudagur, júlí 24, 2005

Þengill farinn að skríða almennilega - nýtt starf

Þengill er farinn að skríða ”venjulega” ef hægt er að orða það svoleiðis. S.s. farinn að skríða á fjórum fótum. Hann er farinn að vera frekar snar í snúningum og nýtir þennan nýuppgötvaða ferðamáta til að skoða umhverfi sitt vel og vandlega.

Ég vann minn síðasta vinnudag hjá Valhúsaskóla 30 júní sl. Fór síðan í sumarfrí og þegar því líkur hef ég störf í KB banka. Verð þar í netþróunarhóp. Spennandi starf og ég hlakka mikið til að byrja á staðnum. Ég hef hitt samstarfsmenn mína væntanlega og líst svo sannarlega vel á hópinn.

1 Comments:

At 25 júlí, 2005 10:53, Blogger Sigurgeir said...

Við hlökkum til að sjá þig og fá þig en það er einn galli að það er ekki pláss fyrir þig. Við getum boðið þér upp á skrifblokk og blýant og þá geturðu setið hvar sem er t.d. á gólfinu, úti á grasi eða á klósettinu. Ef þetta er ekki ásættanlegt þá er hinn möguleikinn að stökkva á tölvur starfsmanna sem eru í fríi eða veikir heima.

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah