þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Waponi Woo og Buburu-ið þeirra

Sjónvarpsdagskráin í gær var með eindæmum leiðinleg. Þá var farið á vídeóleiguna og náð í spólu. Nema hvað, var búinn að sjá allt sem nýtt var og því var farin sú leið að taka eina gamla og góða. Tók eina af mínum uppáhaldsmyndum ,,Joe VS. the Volcano". Alger snilldarmynd sem ég fæ aldrei leið á. Meg Ryan leikur ágætlega þrjár persónur í myndinni og Tom Hanks leikur vel hinn ímyndunarveika, auðtrúa og hugrakka Joe Banks. Lloyd Bridges heitinn kemur líka sterkur inn í þrjár mínútur sem hinn moldríki sérvitringur Samuel Harvey Graynamore. Virkilega táknræn mynd sem segir hvernig það getur skipt öllu í lífinu að rífa sig upp úr föstum sporum í þeim tilgangi að gera eitthvað brjálað og róttækt. Þá fyrst fara hjólin að snúast manni í hag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah