miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Byrjaður í KB

Ég er byrjaður að vinna í KB banka. Rosalega gaman, fullt að gera og flott fólk að vinna þarna. Nema hvað...
Ég þekki nokkra sem eru að vinna þarna frá fyrri tíð, bæði skóla og vinnu. Einn af þeim er hann Egill sem ég vann með hjá Gæðamiðlun/Mekkanó/Kveikjum. Ég fékk sæti við hliðina á honum. Nema hvað að í morgun hætti hann. Bara sí svona. Ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Var þetta mér að kenna? Þoldi hann ekki samanburðinn við karlmanninn mig? Ofurhönkinn sjálfann? Eins og De Nero sagði í "Analize this": "I feel conflicted about this".

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gerðu eitthvað við þessari lykt!!! :) Segi svona.

Algjör tilviljun, hlakkaði til að vinna með þér en svona gerast hlutirnir víst, bara allt í einu.

Kv,

Egill

Unknown sagði...

Þannig að það var ekki bara lyktin úffff hún væri nóg til að láta mig hætta.

Sigurjón Sveinsson sagði...

Jamm Egill svona er þetta bara. Ég hlakkaði líka til að vinna með þér en svona fór þetta. Ég óska þér alls góðs á nýja staðnum og leiðir okkar eiga eftir að liggja saman aftur seinna, um það er ég ekki í neinum vafa. Þessi hópur forritara hér á landi er ekki svo stór.

Unknown sagði...

Það er líka spurning hvað margir dot com layoffs geta verið að vinna hjá sama bankanum :)