fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Rokkað á miðvikudagskvöldi

Fór á Alice in Chains Tribute tónleika á Gauknum í gær með Lailu systir. Massa flott. Þeir sem voru að spila voru Kristó í Lights on the Highway, Jenni í Brain Police (söngvarar), yngri bróðir Kirstó, Bjarni Þór, á gítar (massa efnilegur), trommarinn í Ensími (ógeðslega góður) og svo bassaleikari sem ég kann ekki skil á en var að spila ge'kt vel. Og dagskráin var fín. Þeir tóku unplugged lög fyrir hlé (AIC gaf út eina slíka plötu með tónleikum á MTV) og svo var allt rafmagnað eftir hlé. Ég get vottað það hér með að órafmagnað er mun betra fyrir eyrun, sérstaklega ef eyrun eru staðsett á rokkarahaus sem er staddur á búk sem tilheyrir manni sem situr alveg upp við sviðið.
Djöfull voru þetta flottir tónleikar. Meira að segja rugluðust söngvararnir í textanum, alveg í stíl við Lane Staley heitinn. Hann ruglaðist reglulega, sérstaklega ef sprautupúkinn var með í ferð.
Þeir spila aftur í kvöld á Gauknum kl. 22. Mæli með þessu fyrir sanna rokkaðdáendur.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Waponi Woo og Buburu-ið þeirra

Sjónvarpsdagskráin í gær var með eindæmum leiðinleg. Þá var farið á vídeóleiguna og náð í spólu. Nema hvað, var búinn að sjá allt sem nýtt var og því var farin sú leið að taka eina gamla og góða. Tók eina af mínum uppáhaldsmyndum ,,Joe VS. the Volcano". Alger snilldarmynd sem ég fæ aldrei leið á. Meg Ryan leikur ágætlega þrjár persónur í myndinni og Tom Hanks leikur vel hinn ímyndunarveika, auðtrúa og hugrakka Joe Banks. Lloyd Bridges heitinn kemur líka sterkur inn í þrjár mínútur sem hinn moldríki sérvitringur Samuel Harvey Graynamore. Virkilega táknræn mynd sem segir hvernig það getur skipt öllu í lífinu að rífa sig upp úr föstum sporum í þeim tilgangi að gera eitthvað brjálað og róttækt. Þá fyrst fara hjólin að snúast manni í hag.

Einu sinni tók ég þátt í hálfmarathoni á degi menningarnætur. Í ár var ekki hlaupið en samt kom hlaup til Berjarima 36, heimilis vors. Þengill fékk hlaupabóluna. Hann tekur þessu með miklu hugrekki og þolinmæði, hann sonur minn. Pirrast stundum en ekki oft. Hann er sennilega ekki að fatta það að þessar bólur eiga ekki að vera þarna út um allann kroppinn hans.
Annars rakst ég á þessa snilld. Vona bara að hommar landsins hafi húmor fyrir þessu.
Samkynhneigdur hommi.

laugardagur, ágúst 20, 2005

Hvað er þetta með knattspyrnustjóra og tyggjó? Ég var að horfa á mörk vikunnar á RUV um daginn og þar var sýndur knattspyrnustjóri hvers einasta liðs sem kom við sögu. 70-80% þeirra voru með tyggjó. Og þá er ég ekkert að tala um neitt lítið og pent tyggjó heldur virtust þeir vera með þrefaldan skammt af hubba-bubba og tilburðirnir í jórtrinu í samræmi við það. Mikið afskaplega þótti mér þetta kjánalegt. Eins og það sé ekki hægt að stýra knattspyrnuliði í ensku Úrvalsdeildinni án þess að líta út eins og belja.

laugardagur, ágúst 13, 2005

Ég horfði á Fantastic 4 í tölvunni í gær og verð að segja að þetta var bara enn eitt dæmið hversu gersamlega hugmyndasnautt Hollywood er þessa dagana. Ekkert frumlegt kemur frá þeim heldur hver ofurhetjuframleiðslan á fætur annarri og allar byggja þær á tæknibrellum til að hafa eitthvað fram að færa. Ekkert innihald, bara sjónhverfingar.
Ein af þessum myndum sem maður er búinn að gleyma um leið og hún endar. Total waste of time.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Það eru greinilega fleiri en Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem hafa gleymt að geta heimilda. Þessir gaurar hafa eitthvað gleymt að geta þeirra líka.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Reykjavík - Akureyri - Reykjavík

Ég er einn heima núna. Elsa og börnin eru á Akureyri. Við fórum norður á laugardagsmorgun og vorum fjóra tíma á leiðinni. Engin stopp enda í kappi við klukkuna að ná dagskránni á fiskideginum mikla á Dalvík. Við létum enga fyrir norðan vita að við værum á leiðinni og Sigrún hélt að við yrðum í Reykjavík. Svo við bæjarmörkin, eða þorpsmörkin frekar, hringdi Elsa í systur sína og leyfði henni að mása og blása aðeins hvað við værum óheppin að vera ekki á Dalvík, þar sem við vorum reyndar akkúrat þá. Heldur betur var nú upplit og undrun á liðinu þegar við fjölskyldan marseruðum í átt að aðalsviðinu og hittum vini og ættingja á leiðinni. Sigrún missti kjálkann í götuna, bókstaflega, þegar hún sá okkur. Alger snilld að verða vitni að því.

Svo flaug ég suður morguninn eftir enda að vinna í free-lance verkefni og þarf að fara að skila af mér. En flugið var ekki beint slétt og fellt. Þegar við lækkuðum flugið byrjaði ókyrrðin sem var mjög öflug meðan við fórum niður í gegnum skýin yfir Akranesi. Og ókyrrðin var alveg þar til við vorum svona 10 metra yfir landi, rétt í þann mund að fara að lenda. Þá féll allt í dúnalogn og við lentum eins og á bómullarhnoðra. Hnökralaust. Svíinn sem sat við hliðina á mér var reyndar hvítur af hræðslu, og ég hafði nú nett gaman af því að sjá það. Líka þegar ég sá að hann fór í afgreiðsluna í flugstöðinni til að kvarta yfir fluginu, sem var reyndar að kvarta yfir veðrinu því það var að þess sökum að flugið var doldið ævintýralegt. Ég meina, engum nema einhverjum Svía dettur í hug að kvarta yfir veðrinu á Íslandi.

Svo var tekinn strætó heim, enda bíllinn á Akureyri. Skemmtileg upprifjun á öllum þeim ástæðum sem eru til að vera á einkabíl, þó það sé dýrara. Ég meina, ég eyddi samtals helvítis hálftíma í að bíða eftir strætó. Þvílíkt helvítis veist off tæm. Og það í roki og rigningu, sem ég reyndar hafði nett gaman af.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Byrjaður í KB

Ég er byrjaður að vinna í KB banka. Rosalega gaman, fullt að gera og flott fólk að vinna þarna. Nema hvað...
Ég þekki nokkra sem eru að vinna þarna frá fyrri tíð, bæði skóla og vinnu. Einn af þeim er hann Egill sem ég vann með hjá Gæðamiðlun/Mekkanó/Kveikjum. Ég fékk sæti við hliðina á honum. Nema hvað að í morgun hætti hann. Bara sí svona. Ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Var þetta mér að kenna? Þoldi hann ekki samanburðinn við karlmanninn mig? Ofurhönkinn sjálfann? Eins og De Nero sagði í "Analize this": "I feel conflicted about this".