Frétt af visir.is
"Þingmaður kærir dreifingu klámmyndar af sér
Það hefur heldur betur færst fjör í leikinn í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í Danmörku í dag. Þingmaður Þjóðarflokksins, Louise Frevert sem býður sig fram til borgarstjóraembættis í Kaupmannahöfn, hefur kært til lögreglu dreyfingu plakata sem sýnir grófa klámmynd af henni. Frevert segist ekki hafa hugmynd um hver stendur að baki dreyfingunni en myndin er 30 ára gömul. Hún er að vonum bálreið vegna plakatanna enda verða þau henni varla til framdráttar í kosningunum."
Ég er að spá, hvað er málið? Mig grunar að hún sé foj út af höfundarréttinum. Ekki er hún að fá krónu vegna birtingar á þessum myndum. Ekki krónu.
Hvað ætli Smáís myndi segja við svona löguðu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli