miðvikudagur, janúar 19, 2005

Árekstur á móti sólu

Gærdagurinn byrjaði vel. Gott veður, örlítið frost en það er bara gott, herðir geirvörturnar. En eftir hádegið, í miðjun tíma í háskólanum hringdi síminn. "Elsa mín!" stóð á símanum. Ég skellti á, enda í miðjum tíma. Síminn hringdi aftur. Elsa aftur. Hmmmm eitthvað er þetta skrítið. Ég tók símtalið enda greinilega eitthvað mikilvægt á seiði. Elsa mín tilkynnti mér það þá í símanum að hún hafði lent í árekstri. Bíll hafði þrumað aftan á hana á Höfðabakkanum og börnin okkar tvö, Bríet og Þengill, voru með henni. Allir voru heilir á húfi en bíllinn bar þess merki að höggið hafði verið þungt. Stuðari skakkur, afturhurðir skakkar í og vesen. Þrumarinn slapp lítið meiddur, tognaði víst í hálsi að sögn. Vonandi nær hann sér fljótt greyið.
Nú er það bara að fara að kljást við helvítis tryggingarfélagið. Báðir bílar eru tryggðir þar og tjónið er það mikið að ekki borgar sig að gera við hann. Úff nú eru góð ráð dýr að hætti Simans og Friðriks Pálssonar.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Gott að allir eru heilir...tja nema þú...harðar geirvörtur ég meina ég hélt að þetta væri fjölskyldublogg. En já ég vona að þú fáir milljónir úr tryggingunum.