laugardagur, september 03, 2005

Árni Mathiesen og Ian Campbell hafa verið að skrifast á, eru orðnir n.k. pennavinir nema hvað þeir gagnrýna hvorn annan frekar en að tala um daginn og veginn.
Nema hvað... Mbl.is er með eftirfarandi: "Á fréttavefnum news.com.au er haft eftir Campbell: „Er maðurinn fífl? Er hann að fara fram á að við leggjum fram nákvæmar upplýsingar um líffjölbreytni á beitarlöndum á fundi um hvali? Þeir ættu að skammast sín fyrir þetta.“

Árni s.s. svaraði fyrir sig og hefur hitt á veikann blett greinilega. Gott hjá Árna, láta mannfj. heyra það. Það þýðir ekki að leyfa mönnum eins og Cambell sem hefur ekki hundsvit á okkar högum að vaða yfir okkur á skítugum skónum þegar hann sjálfur er með sínar skuggahliðar.

Campbell talar um fækkun kengúra til að vernda sínar auðlindir, beitihaga bændanna. Hvað heldur hann að sjórinn hérna sé? Baðströnd fyrir túrista?

Það eru greinilega til fífl í Ástralíu líka.

Engin ummæli: