
Ég, og mín fjölskylda, óska vinum okkar,
ættingjum og öllum Íslendingum nær og fjær,
gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári.
KB banki borgaði í ár 9 milljarða í samanlagða skatta. Skattar bankans + skattar starfsmanna og tryggingargjöld. Er það ekkert? Er það eitthvað til að reka úr landi? Fyrir utan það hefur bankinn gefið, GEFIÐ, 600 milljónir í styrki fyrir ýmis málefni, aðallega lýknarmál, s.l. 3 ár. Í dag, kl. 4. gaf bankinn 40 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands til að kaupa nýja byltingakennda brjóstakrabbameinsleitar vél sem eflir krabbameinsleit kvenna. Þetta vill Ögmundur reka úr landinu til að réttlæta einhvern HELVÍTIS jöfnuð!!!!!!!!!
Fyrsti áfangastaður var í Heiðmörk rétt við Rauðhóla. Þar var farið í M-16 og farið í fullorðins byssó. Þar var rosalega gaman allt þar til Tóti frændi fótbrotnaði. Hann var að gera árás á flaggið
liðsins míns, steig á dautt tré sem lá við mig, festi fótinn í greinunum, féll á mig og fótbrotnaði. Það var hringt á sjúkrabíl og Tóti fór með honum á slysó. Við heyrðum í honum seinna (reyndar nokkrum sinnum) og hann fór í aðgerð á fætinum um kvöldið til að laga brotið. S.s. það réðst á mig maður í fullum herklæðum og hann vaknaði daginn eftir á gjörgæslu :)
M-16 var leikið af miklum móð og skemmtum við okkur konunglega. Síðan þegar sá leikur var búinn var farið af stað í átt að Jósefsdal í gryfjuna þar. Þar mætti Þorfinnur með enduro-hjólið sitt og ég fékk að spreyta mig á krossarafærni minni, sem er orðin ryðguð og stirð af 15 ára vanrækslu. Ég þeysti á fáki fráum um brautina þar til mér var gefið merki um að hætta. Þá hélt ég í hlaðið enda uppgefinn. Svitinn var svo mikill að meira að segja nærbuxurnar mínar voru gegndrepa af svita, hvað þá hjálmurinn og allur gallinn.
Eftir mótorhjólaþeys var haldið í sundlaug Grafarvogs og farið í sund. Ég fékk þó ekki sundskýlu heldur sundbol, takk fyrir! Eins og það væri einhver hindrun. Steggjunarmeistarar áttuðu sig ekki á því að þeir voru að steggja stegg sem hafði klætt í slíkan bol áður (af illri nauðsyn). Ég fór bara í neðri helminginn og hagræddi honum þannig að bolurinn leit út eins og skýla. Síðan var farið í pottinn og tvær bunur í rennibrautinni. Þar var skorað á mig að fara í bolinn alveg og ég varð við því. Maður verður jú að taka þátt í þessu :)
Eftir sundlaugarferð var farið heim til Valda og þar var byrjað að sturta í sig og pantaðar pizzur. PAAAAAAARRRTÍÍÍÍÍÍÍ! Þungarokki blastað í botni. Anthrax, Slipknot, Metallica, Slayer. Og 10 sek. af Britney Spears upp á jókið. Ég skemmti mér vel, svo vel að ég endaði á því að faðma keramikið og leggjast í sófann. Síðan var mér skutlað heim í leigubíl og Þorfinnur fylgdi mér inn, svona til að tryggja það að ég færi alla leið heim, 100%. Strákarnir héldu svo áfram djamminu í bænum í einhvern tíma.Ég vill þakka fyrir mig, þessi steggjum var frábær og sýndi mér hvað ég á góða vini.
Nú er það svo, að ég er sannfærður um að Framsóknarflokkurinn á enn mikið inni miðað við kannanir. Í Reykjavík ber könnunum ekki saman og ég veit til þess að Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með mun meira fylgi undanfarna daga, en það sem hann mælist með í könnun Fréttablaðsins í dag. En það er morgunljóst, að verði úrslit sveitarstjórnarkosninganna með þeim hætti, að Framsóknarflokkurinn tapi miklu fylgi vegna þess að verið sé að refsa ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokkurinn bæti heldur við sig, að slíkt muni hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarmenn munu ekki sitja undir því að standa einir í vörn fyrir verk ríkisstjórnarinnar meðan samstarfsflokkurinn hleypur í stjórnarandstöðu í umdeildum málum í miðri kosningabaráttu.Það er gaman og súrt að fylgjast með brösugu gengi framsóknarmanna þessa dagana. Og Björn Ingi er ekki að gera sig í kosningabaráttunni. Hann byrjar á Lönguskerjum, sem svo kemur í ljós að eru ekki í lögsögu Reykjavíkur og er verða verndaðar fljótlega. Síðan fer hann í það að velta því upp að ef að OR selur hlut sinn í Landsvirkjun muni andvirðið fara til borgaranna. Búinn að gleyma því að andvirðið er eyrnarmerkt lífeyrisgreiðslum borgarinnar.
"Við stóðum mjög dyggan vörð um það að enginn gæti hamstrað, að hver einstaklingur fengi aðeins eina lóð," segir Dagur. "Þeir sem buðu í margar lóðir fengu aðeins eina. Nú gefst tíu nýjum fjölskyldum færi á að koma yfir sig þaki þarna."
"Forstjóri Baugs hf. er ákærður í sjö liðum fyrir meiri háttar bókhaldsbrot og brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa rangfært bókhalds Baugs hf. á árunum 2000 og 2001 með tilhæfulausum tekjufærslum, sem höfðu áhrif á afkomutölur félagsins eins og þær birtust í ársreikningum og árshlutareikningum og með því að láta senda tilkynningar um afkomu félagsins, sem m.a. byggðust á þessum röngu færslum, til Verðbréfaþings Íslands. Þetta var m.a. gert í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag hlutafélags og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í félaginu."
"Bókhald Baugs Group hf. hefur verið endurskoðað af KPMG frá stofnun félagsins. Ársreikningar félagsins hafa verið undirritaðir athugasemdalaust allt frá upphafi. Efnahagsreikningur félagsins hefur alla tíð endurspeglað rétta og raunverulega stöðu félagsins. Þegar gert var yfirtökutilboð í hlutabréf Baugs Group og félagið skráð af markaði hér á landi, gerðu hvorki kaupendur né seljendur hlutabréfanna athugasemdir við yfirtökutilboðið þess efnis að efnahagur félagsins væri annar en hann var sýndur í bókhaldi þess. Áhugavert er að velta því fyrir sér hverjir hafi verið endanlegir þolendur þess ef verðmat hlutafjár Baugs var of hátt vegna þess að reikningarnir hafi gefið of bjarta mynd af stöðu félagsins."
Maximus | 71% | ||
Indiana Jones | 67% | ||
James Bond, Agent 007 | 63% | ||
The Terminator | 58% | ||
William Wallace | 58% | ||
Batman, the Dark Knight | 46% | ||
Neo, the "One" | 46% | ||
Lara Croft | 46% | ||
The Amazing Spider-Man | 38% | ||
Captain Jack Sparrow | 38% | ||
El Zorro | 25% |