mánudagur, apríl 03, 2006

Idol keppnin er að komast á lokastig og á föstudaginn datt Bríet Sunna út. Þó ég beri smá tilfinningar til hennar vegna þess að hún er nafna dóttur minnar (Bríet) og hún syngur vel, þá sýndi hún af sér einstakt dómgreindarleysi og einstaka smekkleysu þegar hún valdi síðara lagið sitt. "You're beautiful" eftir James Fucking Blunt. ÖMURLEGT LAG EFTIR ÖMURLEGAN TÓN"LISTAR"MANN!!! Í Idol keppninni, þegar þrír keppendur eru eftir, og einn dettur út, þá velur maður ekki James Fucking Blunt lag til að syngja. Maður velur slíkt reyndar aldrei yfir höfuð ef manni er annt um þá sem hlusta á.

Ína tók langið "Since you´ve been gone" eftir Kelly Clarkson, rokkað/pönkað lag, kraftmikið og flott. Hún tók áhættu með þessu en hjá mér fær hún stórt respect. Hún er greinilega rokkari í hjarta sínu, og slík hjörtu eru ávalt fögur og lifandi.

Engin ummæli: