miðvikudagur, janúar 18, 2006

Stofna á skemmti- og fræðasetur á sviði vísinda og tækni með samstarfi einhverja háskóla. Maður nokkur, Valdimar Össurarson, ferðaþjónustumaður í Villingaholtshreppi í Flóa á Suðurlandi, segir að hann hafi unnið að mjög líkri hugmynd í hartnær þrjú ár og kynnt þá hugmynd fyrir einmitt Ara Ólafssyni, forsvarsmanni þessa nýja framtaks og dósent í eðlisfræði, sem og öðrum aðilum að hinu svo sjálfkallaða háskólasamfélagi. Þetta nýja framtak var í engu með samráði við Valdimar.

Mig grunar að þarna sé á ferð menntahroki. Að þetta svokallaða "háskólasamfélag" ætlar að koma á fót n.k. skemmti- og fræðslumiðstöð (af hverju er allt kallað setur í þessu "háskólasamfélagi"?), sem var hugmynd Valdimars, en vegna þess að hann er ekki í elítunni þá er gengið framhjá frumkvæði hans.

Það er alltaf gaman að heyra háskólakennara og starfsmenn háskólanna tala um sjálfa sig og háskólana. Mjög oft mætti halda af orðum og tali þeirra að sólin sé ekki miðja alheimsins heldur háskólarnir. Sjálfsumgleðin alveg að fara með þetta lið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah