þriðjudagur, júní 13, 2006

Ég lenti í ógurlegum veikindum í síðustu viku. Var með 40 stiga hita í tvo daga og er ennþá að ná mér. Þengill var nýbúinn að vera með sama hita, greyið litla. Hann var þó hugrakkur og duglegur, og er núna kominn á tveggja vikna pensilínkúr til að laga skaðann eftir þau veikindi.

Einnig kom það í ljós að við urðum að rifta kauptilboði okkar í Garðsstaði. Handvömm af hálfu fasteignasalans olli því að ekki var hægt að fá lán út á húsnæðið, og hann má því eiga heiðurinn að öllu því klúðri. Lesandi góður, ef þú einhvern tíma þarft að eiga viðskipti við Draumahús, hafðu varann á.

Ég fékk mér þó annað. Jeppa, Toyota Land Cruiser, breyttan á 35" dekkjum og alles. Virkilega skemmtilegur bíll. Nú verður farið að jeppast á fullu.

Nú, svo líkur í kvöld námskeiði í svifvængjum, sem ég skráði mig í. Þetta er svakalega gaman og eitthvað sem ég á eftir að leggja fyrir mig. Að fljúga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah