Fyrsti áfangastaður var í Heiðmörk rétt við Rauðhóla. Þar var farið í M-16 og farið í fullorðins byssó. Þar var rosalega gaman allt þar til Tóti frændi fótbrotnaði. Hann var að gera árás á flaggið
liðsins míns, steig á dautt tré sem lá við mig, festi fótinn í greinunum, féll á mig og fótbrotnaði. Það var hringt á sjúkrabíl og Tóti fór með honum á slysó. Við heyrðum í honum seinna (reyndar nokkrum sinnum) og hann fór í aðgerð á fætinum um kvöldið til að laga brotið. S.s. það réðst á mig maður í fullum herklæðum og hann vaknaði daginn eftir á gjörgæslu :)
M-16 var leikið af miklum móð og skemmtum við okkur konunglega. Síðan þegar sá leikur var búinn var farið af stað í átt að Jósefsdal í gryfjuna þar. Þar mætti Þorfinnur með enduro-hjólið sitt og ég fékk að spreyta mig á krossarafærni minni, sem er orðin ryðguð og stirð af 15 ára vanrækslu. Ég þeysti á fáki fráum um brautina þar til mér var gefið merki um að hætta. Þá hélt ég í hlaðið enda uppgefinn. Svitinn var svo mikill að meira að segja nærbuxurnar mínar voru gegndrepa af svita, hvað þá hjálmurinn og allur gallinn.
Eftir mótorhjólaþeys var haldið í sundlaug Grafarvogs og farið í sund. Ég fékk þó ekki sundskýlu heldur sundbol, takk fyrir! Eins og það væri einhver hindrun. Steggjunarmeistarar áttuðu sig ekki á því að þeir voru að steggja stegg sem hafði klætt í slíkan bol áður (af illri nauðsyn). Ég fór bara í neðri helminginn og hagræddi honum þannig að bolurinn leit út eins og skýla. Síðan var farið í pottinn og tvær bunur í rennibrautinni. Þar var skorað á mig að fara í bolinn alveg og ég varð við því. Maður verður jú að taka þátt í þessu :)
Eftir sundlaugarferð var farið heim til Valda og þar var byrjað að sturta í sig og pantaðar pizzur. PAAAAAAARRRTÍÍÍÍÍÍÍ! Þungarokki blastað í botni. Anthrax, Slipknot, Metallica, Slayer. Og 10 sek. af Britney Spears upp á jókið. Ég skemmti mér vel, svo vel að ég endaði á því að faðma keramikið og leggjast í sófann. Síðan var mér skutlað heim í leigubíl og Þorfinnur fylgdi mér inn, svona til að tryggja það að ég færi alla leið heim, 100%. Strákarnir héldu svo áfram djamminu í bænum í einhvern tíma.Ég vill þakka fyrir mig, þessi steggjum var frábær og sýndi mér hvað ég á góða vini.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli