Nú er það svo, að ég er sannfærður um að Framsóknarflokkurinn á enn mikið inni miðað við kannanir. Í Reykjavík ber könnunum ekki saman og ég veit til þess að Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með mun meira fylgi undanfarna daga, en það sem hann mælist með í könnun Fréttablaðsins í dag. En það er morgunljóst, að verði úrslit sveitarstjórnarkosninganna með þeim hætti, að Framsóknarflokkurinn tapi miklu fylgi vegna þess að verið sé að refsa ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokkurinn bæti heldur við sig, að slíkt muni hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarmenn munu ekki sitja undir því að standa einir í vörn fyrir verk ríkisstjórnarinnar meðan samstarfsflokkurinn hleypur í stjórnarandstöðu í umdeildum málum í miðri kosningabaráttu.Það er gaman og súrt að fylgjast með brösugu gengi framsóknarmanna þessa dagana. Og Björn Ingi er ekki að gera sig í kosningabaráttunni. Hann byrjar á Lönguskerjum, sem svo kemur í ljós að eru ekki í lögsögu Reykjavíkur og er verða verndaðar fljótlega. Síðan fer hann í það að velta því upp að ef að OR selur hlut sinn í Landsvirkjun muni andvirðið fara til borgaranna. Búinn að gleyma því að andvirðið er eyrnarmerkt lífeyrisgreiðslum borgarinnar.
Nú hleypur hann upp og hótar veseni í landspólitíkinni ef XB fær ekki fylgi. Og segir það sem er hér að ofan.
Er maðurinn blindur? Það eru búnir að vera tveir stórir skandalar undanfarið þar sem Framsóknarmenn voru teknir með höndina í kexkrukkunni. Halldór Ásgeirsson átti hlut í fyrirtæki sem átti hlut í fyrirtæki sem keypti stórann hlut í Búnaðarbankanum þegar hann var einkavæddur. Einnig var aðkoma Framsóknarmanna í þeirri einkavæðingu, Finnur Ingólfsson hinn siðlausi, þar fremstur í flokki. Keyptu bankann á hæpnum forsendum og fengu VÍS selt úr Landsbankanum rétt áður en Björgúlfsfeðgar keyptu þann banka. And the list goes on and on...
Og svo hótar Björn Ingi Sjálfstæðisflokkinum. Veit hann ekki að fólkið í landinu er bara búið að fá nóg af þessum afætum sem hanga í kringum Framsókn? Það er mikið að góðu fólki meðlimir í flokknum en það ágæta fólk er bara í skugga hrægamma á borð við Finn Ingólfsson. Og Framsókn missir fylgi þar af leiðandi. Björn, líttu þér nær...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli