laugardagur, janúar 28, 2006

Ég horfði á mynd í gærkvöldi sem heitir Syriana og satt best að segja hafði hún mikil áhrif á mig. Í fyrsta lagi hef ég aldrei haft svo mikið álit á George Clooney en þarna fór hann á kostum, frábær leikur.
Í annan stað fjallar myndin um afskipti og áhrif Bandaríkjanna (og annarra ríkja) ásamt stórfyritækjum á framgang lýðræðis í ríkjum þar sem viðskiptahagsmunir eru miklir.
Þessi mynd situr í mér. Hún er góð, vel leikin, vel tekin, vel skrifuð og bendir á mikilvægt málefni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah