miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Sumarfríið kom og fór. Það var yndislegt. Það byrjaði þann 12. júlí þar sem ég flaug til Egilsstaða til að hitta fjölskylduna, Elsu og börnin, sem var komin þangað helgina áður. Síðan var haldið af stað á Bakkafjörð, nánar tiltekið á Dalhús í Bakkafirði. Þar vorum við í viku ásamt tengdó og Sigrúnu og Halla. SASarinn, Jóney og Tómas hittu okkur svo þar þann 18. og við héldum þann 19. til Egilsstaða. Þar var gist eina nótt, farið í Kárahnjúka daginn eftir viðkomu í Skriðuklaustri og svo haldið til Akureyrar. Gistum í tvo daga hjá Sigrúnu og Halla og héldum síðan til Reykjavíkur. Við vorum í bænum í nokkra daga og fórum síðan á Laugarvatn, í bústaðinn hennar ömmu, og vorum þar í nokkra daga. Þar var smá brúnka móttekin í frábæru veðri í tvo daga.
Síðan farið í bæinn og verslunarmannahelgin leið nokkuð sársaukalaust. Við Elsa fórum í brúðkaup Jóngeirs og Dísu og það var frábær viðburður, yndisleg athöfn og svo rosa djamm.

Engin ummæli: