fimmtudagur, september 28, 2006

Þengill Sigurjónsson á afmæli í dag. Sonur minn er orðinn 2ja ára. Við vöknuðum í morgun, feðgarnir, rétt fyrir kl. 7 og fórum fram. Stuttu síðar vöknuðu þær mæðgur, Elsa og Bríet. Þá var haldið inn í rúm þar sem sunginn var afmælissöngur fyrir Þengil, sem var ekki alveg sáttur við að við skyldum vera að syngja þetta lag. En svo fékk hann gjöf og varð glaður.

Til hamingju Þengill minn með daginn. Elsku labbakúturinn minn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah