laugardagur, febrúar 04, 2006

Draumurinn of dýr

Mig hefur lengi dreymt um að byggja hús, þak yfir höfuðið, fyrir fjöskylduna. Sérstaklega hefur þessi möguleiki orðið meira fýsilegri með hækkandi húsnæðisverði. Í stað þess að kaupa 220 fm hús á 40 millur þá byggja það sjálfur fyrir um 30 millur total. Nú er að hefjast útboð lóða við Úlfarsárdal og útboðsgögn er að finna hér. Borgin er að bjóða lóðir til einstaklinga, ekki lögaðila. S.s. fyrir Jón og Gunnu, ekki eitthvað ehf. En hvað er borgin að fara fram á?

Fyrir íbúðarhúsnæði er lágmarkstilboð 10.5 millur. Fyrir parhús 11 millur samtals (5,5 hvor íbúð). Þetta er lágmarkstilboð. Mér er misboðið svo ekki sé meira sagt. Fyrir ekki svo löngu síðan voru boðnar út lóðir í Breiðholti á 3,6 lóðin. Mér sýnist sem svo að það borgi sig bara alls ekki að byggja sjálfur. Borgin er að spenna svo upp húsnæðisverð enn eina ferðina með þessum fáránlegu verðkröfum að það er ekki fyrir neinn nema sterkefnaðan að bjóða í.
Nú nýverið var Mosfellsbær að bjóða út lóðir í Krikahverfi og einbýlislóðin var þar á föstu verði, ekki hæsta boð, og verðið var frá 6,9 til 9,9.
Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að vera illa við R-Listann. Gott mál að þessi helv. kommahelvíti eru að fara frá. Geta ekki fengið nóg að blóðmjólka borgaranna.

Það er í sjálfu sér ekkert kommúnískt að taka hæsta tilboði. En er það hér hlutverk borgarinnar að takmarka framboð lóða í langann tíma, skv. samkomulagi við fasteignafélag, til að sprengja svo upp lóðaverð og græða massa mikið af þessu? Ég er svona barnalegur að trúa því að stjórnvöld séu hér til að þjóna borgurunum en ekki græða á þeim. Ég meina, þeir sem byggja þarna koma til með að borga lögboðin fasteignagjöld það sem eftir er.

Skv. LÁGMARKSVERÐI verða greiðslur til borgarinnar eftirfarandi:
Einbíli: 40 lóðir, 420 milljónir.
Parhús: 43 lóðir, 473 milljónir.
Raðhús: 13 lóðir, 312 milljónir rúmlega.
Fjölbýli: 24 lóðir, 872 milljónir tæplega.
Samtals gerir þetta 2.076.975.000. Og þetta eru ekki lokatölur heldur lægsta tilboð.
Finnst engum þetta too much nema mér kannski?

Ef þetta á að vera það sem koma skal í Reykjavík þá held ég leggi á hilluna alla drauma um að byggja. Það er ekki þess virði, ávinningurinn er of lítill. Maður á eftir að búa þá í hráu hverfi án þjónustu í einhver ár, ófrágengnu húsi, ófrágengin lóð, keyra börnin í skólann til að byrja með því enginn skóli verður í hverfinu og svo framvegis. Þess fyrir utan að vinna í húsinu dag og nótt í X tíma.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr, heyr. Þetta er nú alveg spurning um að flytja vestur. Þar er hægt að fá alveg ágætis híbýli á sumarhúsaverði.