föstudagur, nóvember 03, 2006

Við Elsa fórum í gær á tónleika hjá Sinfóníunni. Þar voru flutt tvö verk, píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og 4. sinfónía Brahms. Hvoru tveggja stórkostleg verk og þótti mér þó meira til píanókonsertsins koma. Víkingur Heiðar Ólafsson, 22ja ára Íslendingur, lék á píanó og ég segi bara eins og vil meina, þetta var fluttningur á heimsmælikvarða. Þvílíkt talent hér á ferð. Enda búinn með BA í Julliard og að klára MA í sama skóla núna.

Manni vöknaði um augun nokkrum sinnum og ég ætla að sjá þennan unga mann spila aftur, það er alveg á hreinu. Hann tók svo tvö encore lög, það seinna eftir Chopin en það fyrra í óvissu. Ætla mér einnig að komast að því.

Engin ummæli: